Freyr: Það fór um mig þegar þær fengu dauðfæri í upphafi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. júlí 2010 16:45 Freyr Alexandersson, þjálfari kvennaliðs Vals. Mynd/Stefán Freyr Alexandersson, þjálfari kvennaliðs Vals, var kátur eftir að hafa horft upp á sínar stelpur tryggja sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 3-0 sigri á Þór/KA á Vodafone-vellinum í dag. „Þetta hefði getað verið knappara hjá okkur en 3-0 lítur vel út og þetta var nokkuð öruggt í lokin," sagði Freyr Alexandersson kátur í leikslok. „Það fór um mig þegar þær fengu dauðfæri í upphafi leiks og ég held að það hafi farið um leikmennina líka. Spennustigið var sennilega of hátt í byrjun og þetta náði bara að sjokkera þær. Þær komust í gang í kjölfarið og ég var ánægður með þær eftir það," sagði Freyr. „Þetta er búin að vera erfið en skemmtileg leið í bikarúrslitaleikinn. Nú erum við komin í úrslitaleikinn og ef við náum að klára hann þá getum við verið rosalega stolt að hafa farið þessa leið að titlinum þetta árið," sagði Freyr. „Ég vildi að við myndum halda hreinu því ég veit að við skorum alltaf. Við skoruðum ekki síðast í bikarúrslitaleiknum 2008 þannig að það er orðið mjög langt síðan að við náðum ekki að skora," sagði Freyr. Kristín Ýr BJarnadóttir skoraði öll þrjú mörk Vals þar af tvö þau fyrstu eftir glæsilegar fyrirgjafir frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. „Hallbera er komin á allt annað plan miðað við leik sinn síðustu ár. Hún er að spila stórkostlega og Kristín Ýr er náttúrulega besti skallamaðurinn í Norður-Evrópu," segir Freyr sem mætti í fjölmiðlaviðtölin með ljósa hárkollu í tilefni af veðmálinu sem Hallbera "bjó" til. Freyr sagði að það hefði verið málamiðlun en Hallbera vildi að hann myndi aflita hárið sitt víst að hún hafði náð því markmiði þeirra að skora tíu deildarmörk í sumar. „Hallbera er með mikið sjálfstraust og kannski einum of mikið stundum en það er gott því það nýtist henni inn á vellinum," sagði Freyr. „Það er mjög stór skref að vera komin í bikarúrslitaleikinn og þar skiptir engu máli hverjum maður mætir. Það er alltaf hörkuleikur og miklar tilfinningar og það verður rosalega gaman að spila 15. ágúst og við ætlum að njóta þess," sagði Freyr. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira
Freyr Alexandersson, þjálfari kvennaliðs Vals, var kátur eftir að hafa horft upp á sínar stelpur tryggja sér sæti í bikarúrslitaleiknum með 3-0 sigri á Þór/KA á Vodafone-vellinum í dag. „Þetta hefði getað verið knappara hjá okkur en 3-0 lítur vel út og þetta var nokkuð öruggt í lokin," sagði Freyr Alexandersson kátur í leikslok. „Það fór um mig þegar þær fengu dauðfæri í upphafi leiks og ég held að það hafi farið um leikmennina líka. Spennustigið var sennilega of hátt í byrjun og þetta náði bara að sjokkera þær. Þær komust í gang í kjölfarið og ég var ánægður með þær eftir það," sagði Freyr. „Þetta er búin að vera erfið en skemmtileg leið í bikarúrslitaleikinn. Nú erum við komin í úrslitaleikinn og ef við náum að klára hann þá getum við verið rosalega stolt að hafa farið þessa leið að titlinum þetta árið," sagði Freyr. „Ég vildi að við myndum halda hreinu því ég veit að við skorum alltaf. Við skoruðum ekki síðast í bikarúrslitaleiknum 2008 þannig að það er orðið mjög langt síðan að við náðum ekki að skora," sagði Freyr. Kristín Ýr BJarnadóttir skoraði öll þrjú mörk Vals þar af tvö þau fyrstu eftir glæsilegar fyrirgjafir frá Hallberu Guðnýju Gísladóttur. „Hallbera er komin á allt annað plan miðað við leik sinn síðustu ár. Hún er að spila stórkostlega og Kristín Ýr er náttúrulega besti skallamaðurinn í Norður-Evrópu," segir Freyr sem mætti í fjölmiðlaviðtölin með ljósa hárkollu í tilefni af veðmálinu sem Hallbera "bjó" til. Freyr sagði að það hefði verið málamiðlun en Hallbera vildi að hann myndi aflita hárið sitt víst að hún hafði náð því markmiði þeirra að skora tíu deildarmörk í sumar. „Hallbera er með mikið sjálfstraust og kannski einum of mikið stundum en það er gott því það nýtist henni inn á vellinum," sagði Freyr. „Það er mjög stór skref að vera komin í bikarúrslitaleikinn og þar skiptir engu máli hverjum maður mætir. Það er alltaf hörkuleikur og miklar tilfinningar og það verður rosalega gaman að spila 15. ágúst og við ætlum að njóta þess," sagði Freyr.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - Breiðablik 2-3 | Stjarnan í Evrópu þrátt fyrir tap „Held að ég geti ekki gert mikið meira“ Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Sjá meira