Það er ekki glæsileg veðurspá fyrir kvöldið í Skotlandi. Þar fer ekki bara opna breska meistaramótið í golfi fram heldur eru Blikar þar í heimsókn hjá Motherwell.
Blikar æfðu á Fir Park í gær í veðri sem er bara lýst með orðinu "ógeðslegt."
Á heimasíðu Motherwell má sjá nákvæmlega fjórar myndir frá æfingunni, hérna.
Leikurinn í kvöld hefst klukkan 19.45 og þá er spáð rigningu í Moterwell.

