Bjarni Þór tryggði strákunum dýrmætt stig í Magdeburg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2010 17:42 Kolbeinn Sigþórsson í leiknum í kvöld. Mynd/GettyImages Íslenska 21 árs landsliðið kom tvisvar til baka á móti Þýskalandi í undankeppni EM á MDCC vellinum í Magdeburg í dag og Bjarni Þór Viðarsson tryggði íslensku strákunum 2-2 jafntefli og góða stöðu í riðlunum með skora jöfnunarmarkið þrettán mínútum fyrir leikslok. Íslensku varnarmennirnir björguðu tvisvar á marklínu á lokamínútum leiksins. Timo Gebhart, sem var einn besti leikmaður Stuttgart á móti Barcelona í Meistaradeildinni í dögunum, kom Þýskalandi í 1-0 á 10. mínútu leiksins. Gebhart skallaði þá boltann í tómt markið eftir að Haraldur Björnsson, markvörður, hafði misreiknað fyrirgjöf frá vinstri. Það tók íslenska liðið ekki nema þrettán mínútur að jafna leikinn. Kolbeinn Sigþórsson vann boltann af aftasta varnarmanni Þjóðverja, boltinn fór til Birkis Bjarnasonar sem átti misheppnað skot sem varð að frábærri sendingu inn á Kolbein. Kolbeinn var ekki lengi að átta sig, tók markvörðinn úr jafnvægi með móttökunni og skoraði örugglega. Þýska liðið hóf seinni hálfleikinn á algjörri stórsókn og eftir að íslenska liðið hafði verið í hálfgerði nauðvörn í nokkrar mínútur varð eitthvað undan að láta. Julian Schieber fylgdi þá eftir skoti Timo Gebhart í varnarmann og kom Þýskalandi í 2-1 á 50. mínútu. Íslenska liðið lifði af stórsókn Þjóðverja í kjölfar marksins og sótti síðan í sig veðrið það sem eftir lifði leiks. Bjarni Þór Viðarsson skoraði síðan jöfnunarmarkið á 77. mínútu eftir að hafa fengið stutta sendingu frá Kolbeini Sigþórssyni eftir frábæra íslenska sókn. Kolbeinn virtist þó ætla að leggja boltann fyrir sig eftir að hafa fengið sendingu inn í teiginn frá Jóhanni Berg Guðmundssyni. Bjarni var fljótur að átta sig og skoraði með góðu skoti í stöngina og inn. Hólmar Örn Eyjólfsson og Bjarni Þór Viðarsson björguðu síðan tvisvar á marklínu frá Timo Gebhart á lokamínútum leiksins. Í bæði skiptin þurfti frábær tilþrif frá þeim félögum svo að þessi snjalli leikmaður Stuttgart tryggði Þjóðverjum ekki sigur.Íslenska liðið er nú með þrettán stig í öðru sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir toppliði Tékka en jafnframt fimm stigum á undan Þjóðverjum. Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Íslenska 21 árs landsliðið kom tvisvar til baka á móti Þýskalandi í undankeppni EM á MDCC vellinum í Magdeburg í dag og Bjarni Þór Viðarsson tryggði íslensku strákunum 2-2 jafntefli og góða stöðu í riðlunum með skora jöfnunarmarkið þrettán mínútum fyrir leikslok. Íslensku varnarmennirnir björguðu tvisvar á marklínu á lokamínútum leiksins. Timo Gebhart, sem var einn besti leikmaður Stuttgart á móti Barcelona í Meistaradeildinni í dögunum, kom Þýskalandi í 1-0 á 10. mínútu leiksins. Gebhart skallaði þá boltann í tómt markið eftir að Haraldur Björnsson, markvörður, hafði misreiknað fyrirgjöf frá vinstri. Það tók íslenska liðið ekki nema þrettán mínútur að jafna leikinn. Kolbeinn Sigþórsson vann boltann af aftasta varnarmanni Þjóðverja, boltinn fór til Birkis Bjarnasonar sem átti misheppnað skot sem varð að frábærri sendingu inn á Kolbein. Kolbeinn var ekki lengi að átta sig, tók markvörðinn úr jafnvægi með móttökunni og skoraði örugglega. Þýska liðið hóf seinni hálfleikinn á algjörri stórsókn og eftir að íslenska liðið hafði verið í hálfgerði nauðvörn í nokkrar mínútur varð eitthvað undan að láta. Julian Schieber fylgdi þá eftir skoti Timo Gebhart í varnarmann og kom Þýskalandi í 2-1 á 50. mínútu. Íslenska liðið lifði af stórsókn Þjóðverja í kjölfar marksins og sótti síðan í sig veðrið það sem eftir lifði leiks. Bjarni Þór Viðarsson skoraði síðan jöfnunarmarkið á 77. mínútu eftir að hafa fengið stutta sendingu frá Kolbeini Sigþórssyni eftir frábæra íslenska sókn. Kolbeinn virtist þó ætla að leggja boltann fyrir sig eftir að hafa fengið sendingu inn í teiginn frá Jóhanni Berg Guðmundssyni. Bjarni var fljótur að átta sig og skoraði með góðu skoti í stöngina og inn. Hólmar Örn Eyjólfsson og Bjarni Þór Viðarsson björguðu síðan tvisvar á marklínu frá Timo Gebhart á lokamínútum leiksins. Í bæði skiptin þurfti frábær tilþrif frá þeim félögum svo að þessi snjalli leikmaður Stuttgart tryggði Þjóðverjum ekki sigur.Íslenska liðið er nú með þrettán stig í öðru sæti riðilsins, tveimur stigum á eftir toppliði Tékka en jafnframt fimm stigum á undan Þjóðverjum.
Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira