Keflvíkingar slógu FH-inga út úr bikarnum annað árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. júlí 2009 17:11 Símun Samuelsen er búinn að eiga mjög góðan leik hjá Keflavík. Mynd/Kristján Orri Jóhannsson Keflvíkingar halda áfram að reynast Íslandsmeisturum FH-inga afar erfiðir eftir að þeir slógu þá út úr VISA-bikarnum annað árið í röð með 3-1 sigri á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í kvöld. Símun Samuelsen skoraði tvö mörk Keflvíkinga, lagði upp það þriðja og átti mestan þátt í að Keflvíkingar eru komnir i undanúrslitaleikinn. Keflvíingar hertu enn takið sitt á FH-ingum með þessum sigri í kvöld. Keflavík hefur nú tekið fjögur stig á móti FH í Pepsi-deildinni og slegið þá út úr bikarnum. Keflavík er eina íslenska liðið sem hefur tekið stig af meisturum á þessu tímabili. Færeyingurinn Símun Samuelsen átti sannkallaðan stórleik í gær og réðu FH-ingar hreinlega ekkert við hann. Simun átti stóran þátt í fyrsta marki leiksins sem var sjálfsmark Tommy Nielsen 20. mínútu en hann bætti um betur með því að skora tvö mörk á fyrstu þrettán mínútunum í seini hálfleik. Skömmu eftir að Keflvíkingar komust 3-0 yfir misstu þeir mann af velli þegar Garðar Örn Hinriksson gaf Jóhanni Birni Guðmundssyni sitt annað gula spjald. FH-ingar tóku í kjölfarið öll völd á vellinum einum manni fleiri og Atli Guðnason minnkaði muninn í 3-1 á 71. mínútu. FH-ingar skoruðu fljótlega tvö mörk til viðbótar en þau voru bæði dæmd af vegna rangstöðu. FH-ingar reyndu allt sem þeir gátu til að minnka muninn það sem eftir lifði leiksins og oft skall hurð nærri hælum en þeir náðu þó ekki að bæta við fleiri mörkum. Lasse Jörgensen var alltaf réttur maður á réttum stað í marki Keflavíkur sama hvað þeir reyndu FH-ingar þurfa því enn á ný að sætta sig við það að detta út úr bikarkeppninni en þrátt fyrir yfirburði og fjóra Íslandsmeistaratitla á síðustu fimm árum hefur þeim aðeins einu sinni tekist að komast alla leið í bikarúrslitaleikinn. Keflavík - FH 3-1 (1-0) 1-0 Sjálfsmark Tommy Nielsen (20.) 2-0 Símun Samuelsen (48.) 3-0 Símun Samuelsen (58.) 3-1 Atli Guðnason (71.) Rautt spjald: Jóhann Birnir Guðmundsson (60., tvö gul) Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira
Keflvíkingar halda áfram að reynast Íslandsmeisturum FH-inga afar erfiðir eftir að þeir slógu þá út úr VISA-bikarnum annað árið í röð með 3-1 sigri á Sparisjóðsvellinum í Keflavík í kvöld. Símun Samuelsen skoraði tvö mörk Keflvíkinga, lagði upp það þriðja og átti mestan þátt í að Keflvíkingar eru komnir i undanúrslitaleikinn. Keflvíingar hertu enn takið sitt á FH-ingum með þessum sigri í kvöld. Keflavík hefur nú tekið fjögur stig á móti FH í Pepsi-deildinni og slegið þá út úr bikarnum. Keflavík er eina íslenska liðið sem hefur tekið stig af meisturum á þessu tímabili. Færeyingurinn Símun Samuelsen átti sannkallaðan stórleik í gær og réðu FH-ingar hreinlega ekkert við hann. Simun átti stóran þátt í fyrsta marki leiksins sem var sjálfsmark Tommy Nielsen 20. mínútu en hann bætti um betur með því að skora tvö mörk á fyrstu þrettán mínútunum í seini hálfleik. Skömmu eftir að Keflvíkingar komust 3-0 yfir misstu þeir mann af velli þegar Garðar Örn Hinriksson gaf Jóhanni Birni Guðmundssyni sitt annað gula spjald. FH-ingar tóku í kjölfarið öll völd á vellinum einum manni fleiri og Atli Guðnason minnkaði muninn í 3-1 á 71. mínútu. FH-ingar skoruðu fljótlega tvö mörk til viðbótar en þau voru bæði dæmd af vegna rangstöðu. FH-ingar reyndu allt sem þeir gátu til að minnka muninn það sem eftir lifði leiksins og oft skall hurð nærri hælum en þeir náðu þó ekki að bæta við fleiri mörkum. Lasse Jörgensen var alltaf réttur maður á réttum stað í marki Keflavíkur sama hvað þeir reyndu FH-ingar þurfa því enn á ný að sætta sig við það að detta út úr bikarkeppninni en þrátt fyrir yfirburði og fjóra Íslandsmeistaratitla á síðustu fimm árum hefur þeim aðeins einu sinni tekist að komast alla leið í bikarúrslitaleikinn. Keflavík - FH 3-1 (1-0) 1-0 Sjálfsmark Tommy Nielsen (20.) 2-0 Símun Samuelsen (48.) 3-0 Símun Samuelsen (58.) 3-1 Atli Guðnason (71.) Rautt spjald: Jóhann Birnir Guðmundsson (60., tvö gul)
Íslenski boltinn Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Sjá meira