Sandra Sif tryggði Blikum annað sætið með marki í uppbótartíma Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2009 19:57 Harpa Þorsteinsdóttir úr Breiðablik og Anna Kristjánsdóttir úr Stjörnunni berjast um boltann í kvöld. Mynd/Stefán Breiðablik komst upp í 2. sætið í Pepsi-deild og hafði sætaskipti við Stjörnuna eftir 2-1 sigur í innbyrðisleik liðanna í Garðabænum í kvöld. Liðin eru með jafnmörg stig en Blikar hafa örlítið betri markatölu. Sandra Sif Magnúsdóttir tryggði Breiðabliki sigurinn í uppbótartíma með sínu öðru marki í leiknum. Leikur liðanna í kvöld var mikill baráttuleikur þar sem stelpurnar létu vel finna fyrir sér. Stjarnan gerði vel í að jafna leikinn en Blikar sóttu sigurinn í blálokin eða þegar tvær mínútum voru liðnar af uppbótartíma. Sandra Sif Magnúsdóttir skoraði fyrra mark Blika á 27. mínútu þegar hún átti lúmska fyrirgjöf sem skoppaði rétt fyrir framan Söndru markvörð og sigldi síðan í fjærhornið. Nafna hennar Sigurðardóttir í Stjörnumarkinu átti þarna að gera betur. Sjö mínútum fyrir leikslok nýtti Inga Birna Friðjónsdóttir varnarmistök Ernu Bjarkar Sigurðardóttur sem missti til hennar boltann og endaði síðan á því að brjóta á henni innan vítateigs. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. Sigurmark Söndru Sifar kom á 92. mínútu, aftur fékk hún boltann lengst utan af kanti og þessu sinni hitti hún boltann vel og hann fór yfir Söndru í markinu og upp í þaknetið. Fallegt mark en Sandra stóð of framarlega sem nafna hennar nýtti sér. Tveir aðrir leikir fóru fram í deildinni í kvöld. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði fernu í 8-0 sigri Vals á ÍR. Katrín Jónsdóttir, Sif Atladóttir og Margrét Magnúsdóttir skoruðu eitt mark hver og eitt markanna var sjálfsmark. Fylkir og Afturelding/Fjölnir gerðu 2-2 jafntefli þar sem gestirnir jöfnuðu tvisvar þar á meðal tryggði Lára Kristín Pedersen sínu liði stig í lokin. Danka Podovac og Ruth Þórðar Þórðardóttir skoruðu fyrir Fylki en Sigríður Þóra Birgisdóttir jafnaði metin í fyrra skiptið. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira
Breiðablik komst upp í 2. sætið í Pepsi-deild og hafði sætaskipti við Stjörnuna eftir 2-1 sigur í innbyrðisleik liðanna í Garðabænum í kvöld. Liðin eru með jafnmörg stig en Blikar hafa örlítið betri markatölu. Sandra Sif Magnúsdóttir tryggði Breiðabliki sigurinn í uppbótartíma með sínu öðru marki í leiknum. Leikur liðanna í kvöld var mikill baráttuleikur þar sem stelpurnar létu vel finna fyrir sér. Stjarnan gerði vel í að jafna leikinn en Blikar sóttu sigurinn í blálokin eða þegar tvær mínútum voru liðnar af uppbótartíma. Sandra Sif Magnúsdóttir skoraði fyrra mark Blika á 27. mínútu þegar hún átti lúmska fyrirgjöf sem skoppaði rétt fyrir framan Söndru markvörð og sigldi síðan í fjærhornið. Nafna hennar Sigurðardóttir í Stjörnumarkinu átti þarna að gera betur. Sjö mínútum fyrir leikslok nýtti Inga Birna Friðjónsdóttir varnarmistök Ernu Bjarkar Sigurðardóttur sem missti til hennar boltann og endaði síðan á því að brjóta á henni innan vítateigs. Ásgerður Stefanía Baldursdóttir skoraði af öryggi úr vítaspyrnunni. Sigurmark Söndru Sifar kom á 92. mínútu, aftur fékk hún boltann lengst utan af kanti og þessu sinni hitti hún boltann vel og hann fór yfir Söndru í markinu og upp í þaknetið. Fallegt mark en Sandra stóð of framarlega sem nafna hennar nýtti sér. Tveir aðrir leikir fóru fram í deildinni í kvöld. Kristín Ýr Bjarnadóttir skoraði fernu í 8-0 sigri Vals á ÍR. Katrín Jónsdóttir, Sif Atladóttir og Margrét Magnúsdóttir skoruðu eitt mark hver og eitt markanna var sjálfsmark. Fylkir og Afturelding/Fjölnir gerðu 2-2 jafntefli þar sem gestirnir jöfnuðu tvisvar þar á meðal tryggði Lára Kristín Pedersen sínu liði stig í lokin. Danka Podovac og Ruth Þórðar Þórðardóttir skoruðu fyrir Fylki en Sigríður Þóra Birgisdóttir jafnaði metin í fyrra skiptið.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Kane fékk loksins að syngja sigurlagið Fótbolti Sendu Houston enn á ný í háttinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Dagskráin í dag: Oddaleikur og þrír leikir í Bestu deild karla Sport Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Formúla 1 Fleiri fréttir Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Sjá meira