Íranir endurskoða tengslin við Breta Óli Tynes skrifar 22. júní 2009 12:17 Frá mótmælunum. Mynd/AP Utanríkismálanefnd íranska þingsins, lagði í dag að utanríkisráðuneytinu, að endurskoða tengslin við Bretland vegna óviðurkvæmilegra afskipta af hinum umdeildu forsetakosningum. Í máli utanríkismálanefndarinnar segir að bresk stjórnvöld hafi gerst sek um afskipti af innanríkismálum í Íran með ýmsum ummælum sem þó eru ekki tilgreind. Þetta sé óþolandi og því sé utanríkisráðuneytinu gert að endurskoða samskiptin við Bretland. Ekki er heldur tilgreint á hvern hátt það yrði gert. Írönsk stjórnvöld kalla þá sem hafa tekið þátt í mótmælum vegna kosninganna hryðjuverkamenn. Allur stuðningur við þá sé óþolandi hvort sem er innanlands eða erlendis. Tíu manns létu lífið í átökum mótmælenda og lögreglu um helgina. Mótmælendur hvetja fólk til að minnast þeirra í dag með því að ganga með svört kerti með grænum borða. Fólk er einnig hvatt til þess að aka með bílljósin kveikt frá því klukkan fimm í dag til að sýna samstöðu með ættingjum hinna látnu. Grænt er orðið einkennislitur þeirra seð styðja Mirhosein Mousavi sem beið lægri hlut gegn Ahmadinejad forseta í kosningunum. Stuðningsmenn Mousavis saka stjórnvöld um stórfellt kosningasvindl til að tryggja harðlínumanninum embættið áfram. Tengdar fréttir Úlfaþytur í Írönum eftir kosningar Írönsk stjórnvöld hafa bannað mótmæli stuðningsmanna Mir Hosseins Mousavi en hann tapaði fyrir sitjandi forseta landsins, Mahmoud Ahmadinedjad, í kosningum fyrir helgi. 15. júní 2009 07:09 Íran/Ísland Hálfa leið um hnöttinn reis fólk úr rekkju í morgun eftir órólega nótt. Gærdaginn var mótmælt á götum. Lögregla hefur farið um götur og hús, leitað nafntogaða menn uppi og fangelsað með hörkulegum hætti: blaðamenn, sem reynst hafa iðnir síðustu viku að greina frá massífum mótmælum, eru horfnir bak við lás og slá. Skeinuhættum stjórnvöldum hefur tekist að koma helstu gagnrýnendum sínum í bann. Útvarpssendingar frá erlendum stöðvum eru djammaðar, vefsetrum lokað, SMS-sendingar læstar, fjölmiðlar lúta valdi stjórnvalda. Klerkaveldið nötrar og sjálfskipuð stjórn sem situr eftir spilltar kosningar situr magnþrota með ónýtt umboð. Um göturnar fer ungt fólk og konur eru í framlínunni. Næstu dagar verða örlagaríkir: munu mótmæli almennings hrinda valdhöfum sem eru kennistéttunum þóknanlegar, lýtur valdastéttin í lægra haldi fyrir „skrílnum"? 18. júní 2009 06:00 Komu í veg fyrir hryðjuverkaárásir á kjördag Írönsk yfirvöld segjast hafa komið í veg fyrir sprengjuárásir hryðjuverkamanna á kjördag í Íran fyrir tæpri viku. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneyti leyniþjónustumála tókst lögreglu og leyniþjónustustofnunum í Íran að koma í veg fyrir sprengjuárásir í moskum og á fjölförnum stöðum í höfuðborginni Teheran síðasta föstudag þegar forsetakosningar fóru fram í landinu. 18. júní 2009 14:58 Mestu mótmælaaðgerðir í Íran í 30 ár Að minnsta kosti sjö hafa verið skotnir til bana á götum Teherans í Íran síðasta sólarhring, í stærstu mótmælaaðgerðum sem fram hafa farið í landinu í þrjátíu ár. 16. júní 2009 12:10 Mótmælendur deyja í Íran Ríkissjónvarpsstöðin í Íran greindi frá því í gær að þrettán hefðu látist í átökum mótmælenda og óeirðalögreglu í gær í miðborg Teheran í Íran. Fréttastofur á borð við CNN segja þó að tala látinna sé mun hærri. 21. júní 2009 10:10 Hluti atkvæða endurtalinn í Íran Byltingarráðið í Íran hefur ákveðið að endurtelja tíu prósent atkvæða í þeim tilgangi að róa mótmælendur sem halda því fram að niðurstöður kosninganna 12. júní síðastliðinn séu rangar. Tugir þúsunda mótmæltu í dag í miðborg Teheran í Íran. 20. júní 2009 18:49 Obama tekur ekki afstöðu í kosningadeilum í Íran Barack Obama hefur forðast að taka afstöðu með andspyrnuhreyfingunni í Íran en skipulögð eru meiri mótmæli vegna umdeildrar niðurstöðu forsetakosninga í landinu. 17. júní 2009 10:14 Rólegra í Teheran Ró færðist yfir götur Teheran í Íran í dag eftir að ríkissjónvarpsstöðin þar í landi greindi frá því að tíu til viðbótar hafi látist í átökum mótmælenda og óeirðalögreglu í gær. Sjónvarpsstöðin greindi líka frá því lögregla hafi handtekið dóttur og fjóra aðra ættinga fyrrverandi forseta landsins, Hashemi Rafsanjani, í gær. Rafsanjani er einn valdamesti maður landsins. 21. júní 2009 18:42 Hvetur Írani til að hætta mótmælum vegna kosninganna Khamenei, æðstiklerkur í Íran, hvetur landa sína til að hætta mótmælum vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Haldi mótmæli áfram verði blóðbað vegna þeirra á ábyrgð frambjóðenda sem játi sig enn ekki sigraða. 19. júní 2009 13:15 Fyrirhuguðum mótmælum Íran aflýst Fyrirhuguðum mótmælum í Teheran í Íran sem fram áttu að fara í dag hefur verið aflýst. Írönsk stjórnvöld lýstu því yfir að forsetaframbjóðandinn Mirhossein Mousavi yrði gerður ábyrgur fyrir mótmælunum. 15. júní 2009 12:12 Atkvæði talin á ný í Íran Klerkaráðið í Íran hefur kveðið upp þann úrskurð að telja skuli á ný atkvæði forsetakosninganna sem fram fóru þar í landi á föstudaginn. 16. júní 2009 09:03 Merkel gagnrýnir æðsta klerk Írans Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gagnrýnir Ali Khamenei, æðsta klerk Írans, og segir ræðu sem hann flutti í morgun hafa verið mikil vonbrigði. 19. júní 2009 13:57 Mousavi hvetur mótmælendur í Íran Mir Hossein Mousavi, forsetaframbjóðandi og leiðtogi írönsku stjórnarandstöðunnar, hvetur fylgismenn sína til að halda áfram mótmælum gegn endurkjöri Mahmoud Ahmadinejad forseta. 22. júní 2009 08:15 Mótmælt sjötta daginn í röð Búist er við fjölmennum mótmælum í Íran sjötta daginn í röð vegna úrslita forsetakosninga þar í landi fyrir tæpri viku. Byltingarráðið í Íran hefur kallað frambjóðendurna þrjá sem biðu ósigur til að bera vitni fyrir helgina vegna rannsóknar á ásökunum um kosningasvik. 18. júní 2009 12:27 Háskólanum í Teheran rústað - myndir á Facebook Myndir voru birtar á samskiptasíðunni Facebook í dag sem sagðar eru sýna eyðileggingu í Háskólanum í Teheran. Varalið hliðhollt Íransforseta er sagt hafa ráðist þar með ofbeldi gegn stjórnarandstæðingum. Úrslitum forsetakosninganna í síðustu viku var áfram mótmælt í írönsku höfuðborginni í dag. 18. júní 2009 19:09 Yfirvöld fá upplýsingar af Facebook og Twitter Eftir að írönsk yfirvöld hófu að takmarka aðgang vestrænna fjölmiðla að mótmælunum í Íran hafa samskiptasíður á borð við Twitter og Facebook orðið ómetanlegar. Sérstaklega eru síðurnar mikilvægar fyrir Bandaríkjamenn sem eiga engin stjórnmálatengsl við Íran og eiga bágt með að fylgjast með ástandinu í landinu. 16. júní 2009 20:49 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Sjá meira
Utanríkismálanefnd íranska þingsins, lagði í dag að utanríkisráðuneytinu, að endurskoða tengslin við Bretland vegna óviðurkvæmilegra afskipta af hinum umdeildu forsetakosningum. Í máli utanríkismálanefndarinnar segir að bresk stjórnvöld hafi gerst sek um afskipti af innanríkismálum í Íran með ýmsum ummælum sem þó eru ekki tilgreind. Þetta sé óþolandi og því sé utanríkisráðuneytinu gert að endurskoða samskiptin við Bretland. Ekki er heldur tilgreint á hvern hátt það yrði gert. Írönsk stjórnvöld kalla þá sem hafa tekið þátt í mótmælum vegna kosninganna hryðjuverkamenn. Allur stuðningur við þá sé óþolandi hvort sem er innanlands eða erlendis. Tíu manns létu lífið í átökum mótmælenda og lögreglu um helgina. Mótmælendur hvetja fólk til að minnast þeirra í dag með því að ganga með svört kerti með grænum borða. Fólk er einnig hvatt til þess að aka með bílljósin kveikt frá því klukkan fimm í dag til að sýna samstöðu með ættingjum hinna látnu. Grænt er orðið einkennislitur þeirra seð styðja Mirhosein Mousavi sem beið lægri hlut gegn Ahmadinejad forseta í kosningunum. Stuðningsmenn Mousavis saka stjórnvöld um stórfellt kosningasvindl til að tryggja harðlínumanninum embættið áfram.
Tengdar fréttir Úlfaþytur í Írönum eftir kosningar Írönsk stjórnvöld hafa bannað mótmæli stuðningsmanna Mir Hosseins Mousavi en hann tapaði fyrir sitjandi forseta landsins, Mahmoud Ahmadinedjad, í kosningum fyrir helgi. 15. júní 2009 07:09 Íran/Ísland Hálfa leið um hnöttinn reis fólk úr rekkju í morgun eftir órólega nótt. Gærdaginn var mótmælt á götum. Lögregla hefur farið um götur og hús, leitað nafntogaða menn uppi og fangelsað með hörkulegum hætti: blaðamenn, sem reynst hafa iðnir síðustu viku að greina frá massífum mótmælum, eru horfnir bak við lás og slá. Skeinuhættum stjórnvöldum hefur tekist að koma helstu gagnrýnendum sínum í bann. Útvarpssendingar frá erlendum stöðvum eru djammaðar, vefsetrum lokað, SMS-sendingar læstar, fjölmiðlar lúta valdi stjórnvalda. Klerkaveldið nötrar og sjálfskipuð stjórn sem situr eftir spilltar kosningar situr magnþrota með ónýtt umboð. Um göturnar fer ungt fólk og konur eru í framlínunni. Næstu dagar verða örlagaríkir: munu mótmæli almennings hrinda valdhöfum sem eru kennistéttunum þóknanlegar, lýtur valdastéttin í lægra haldi fyrir „skrílnum"? 18. júní 2009 06:00 Komu í veg fyrir hryðjuverkaárásir á kjördag Írönsk yfirvöld segjast hafa komið í veg fyrir sprengjuárásir hryðjuverkamanna á kjördag í Íran fyrir tæpri viku. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneyti leyniþjónustumála tókst lögreglu og leyniþjónustustofnunum í Íran að koma í veg fyrir sprengjuárásir í moskum og á fjölförnum stöðum í höfuðborginni Teheran síðasta föstudag þegar forsetakosningar fóru fram í landinu. 18. júní 2009 14:58 Mestu mótmælaaðgerðir í Íran í 30 ár Að minnsta kosti sjö hafa verið skotnir til bana á götum Teherans í Íran síðasta sólarhring, í stærstu mótmælaaðgerðum sem fram hafa farið í landinu í þrjátíu ár. 16. júní 2009 12:10 Mótmælendur deyja í Íran Ríkissjónvarpsstöðin í Íran greindi frá því í gær að þrettán hefðu látist í átökum mótmælenda og óeirðalögreglu í gær í miðborg Teheran í Íran. Fréttastofur á borð við CNN segja þó að tala látinna sé mun hærri. 21. júní 2009 10:10 Hluti atkvæða endurtalinn í Íran Byltingarráðið í Íran hefur ákveðið að endurtelja tíu prósent atkvæða í þeim tilgangi að róa mótmælendur sem halda því fram að niðurstöður kosninganna 12. júní síðastliðinn séu rangar. Tugir þúsunda mótmæltu í dag í miðborg Teheran í Íran. 20. júní 2009 18:49 Obama tekur ekki afstöðu í kosningadeilum í Íran Barack Obama hefur forðast að taka afstöðu með andspyrnuhreyfingunni í Íran en skipulögð eru meiri mótmæli vegna umdeildrar niðurstöðu forsetakosninga í landinu. 17. júní 2009 10:14 Rólegra í Teheran Ró færðist yfir götur Teheran í Íran í dag eftir að ríkissjónvarpsstöðin þar í landi greindi frá því að tíu til viðbótar hafi látist í átökum mótmælenda og óeirðalögreglu í gær. Sjónvarpsstöðin greindi líka frá því lögregla hafi handtekið dóttur og fjóra aðra ættinga fyrrverandi forseta landsins, Hashemi Rafsanjani, í gær. Rafsanjani er einn valdamesti maður landsins. 21. júní 2009 18:42 Hvetur Írani til að hætta mótmælum vegna kosninganna Khamenei, æðstiklerkur í Íran, hvetur landa sína til að hætta mótmælum vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Haldi mótmæli áfram verði blóðbað vegna þeirra á ábyrgð frambjóðenda sem játi sig enn ekki sigraða. 19. júní 2009 13:15 Fyrirhuguðum mótmælum Íran aflýst Fyrirhuguðum mótmælum í Teheran í Íran sem fram áttu að fara í dag hefur verið aflýst. Írönsk stjórnvöld lýstu því yfir að forsetaframbjóðandinn Mirhossein Mousavi yrði gerður ábyrgur fyrir mótmælunum. 15. júní 2009 12:12 Atkvæði talin á ný í Íran Klerkaráðið í Íran hefur kveðið upp þann úrskurð að telja skuli á ný atkvæði forsetakosninganna sem fram fóru þar í landi á föstudaginn. 16. júní 2009 09:03 Merkel gagnrýnir æðsta klerk Írans Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gagnrýnir Ali Khamenei, æðsta klerk Írans, og segir ræðu sem hann flutti í morgun hafa verið mikil vonbrigði. 19. júní 2009 13:57 Mousavi hvetur mótmælendur í Íran Mir Hossein Mousavi, forsetaframbjóðandi og leiðtogi írönsku stjórnarandstöðunnar, hvetur fylgismenn sína til að halda áfram mótmælum gegn endurkjöri Mahmoud Ahmadinejad forseta. 22. júní 2009 08:15 Mótmælt sjötta daginn í röð Búist er við fjölmennum mótmælum í Íran sjötta daginn í röð vegna úrslita forsetakosninga þar í landi fyrir tæpri viku. Byltingarráðið í Íran hefur kallað frambjóðendurna þrjá sem biðu ósigur til að bera vitni fyrir helgina vegna rannsóknar á ásökunum um kosningasvik. 18. júní 2009 12:27 Háskólanum í Teheran rústað - myndir á Facebook Myndir voru birtar á samskiptasíðunni Facebook í dag sem sagðar eru sýna eyðileggingu í Háskólanum í Teheran. Varalið hliðhollt Íransforseta er sagt hafa ráðist þar með ofbeldi gegn stjórnarandstæðingum. Úrslitum forsetakosninganna í síðustu viku var áfram mótmælt í írönsku höfuðborginni í dag. 18. júní 2009 19:09 Yfirvöld fá upplýsingar af Facebook og Twitter Eftir að írönsk yfirvöld hófu að takmarka aðgang vestrænna fjölmiðla að mótmælunum í Íran hafa samskiptasíður á borð við Twitter og Facebook orðið ómetanlegar. Sérstaklega eru síðurnar mikilvægar fyrir Bandaríkjamenn sem eiga engin stjórnmálatengsl við Íran og eiga bágt með að fylgjast með ástandinu í landinu. 16. júní 2009 20:49 Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Sjá meira
Úlfaþytur í Írönum eftir kosningar Írönsk stjórnvöld hafa bannað mótmæli stuðningsmanna Mir Hosseins Mousavi en hann tapaði fyrir sitjandi forseta landsins, Mahmoud Ahmadinedjad, í kosningum fyrir helgi. 15. júní 2009 07:09
Íran/Ísland Hálfa leið um hnöttinn reis fólk úr rekkju í morgun eftir órólega nótt. Gærdaginn var mótmælt á götum. Lögregla hefur farið um götur og hús, leitað nafntogaða menn uppi og fangelsað með hörkulegum hætti: blaðamenn, sem reynst hafa iðnir síðustu viku að greina frá massífum mótmælum, eru horfnir bak við lás og slá. Skeinuhættum stjórnvöldum hefur tekist að koma helstu gagnrýnendum sínum í bann. Útvarpssendingar frá erlendum stöðvum eru djammaðar, vefsetrum lokað, SMS-sendingar læstar, fjölmiðlar lúta valdi stjórnvalda. Klerkaveldið nötrar og sjálfskipuð stjórn sem situr eftir spilltar kosningar situr magnþrota með ónýtt umboð. Um göturnar fer ungt fólk og konur eru í framlínunni. Næstu dagar verða örlagaríkir: munu mótmæli almennings hrinda valdhöfum sem eru kennistéttunum þóknanlegar, lýtur valdastéttin í lægra haldi fyrir „skrílnum"? 18. júní 2009 06:00
Komu í veg fyrir hryðjuverkaárásir á kjördag Írönsk yfirvöld segjast hafa komið í veg fyrir sprengjuárásir hryðjuverkamanna á kjördag í Íran fyrir tæpri viku. Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneyti leyniþjónustumála tókst lögreglu og leyniþjónustustofnunum í Íran að koma í veg fyrir sprengjuárásir í moskum og á fjölförnum stöðum í höfuðborginni Teheran síðasta föstudag þegar forsetakosningar fóru fram í landinu. 18. júní 2009 14:58
Mestu mótmælaaðgerðir í Íran í 30 ár Að minnsta kosti sjö hafa verið skotnir til bana á götum Teherans í Íran síðasta sólarhring, í stærstu mótmælaaðgerðum sem fram hafa farið í landinu í þrjátíu ár. 16. júní 2009 12:10
Mótmælendur deyja í Íran Ríkissjónvarpsstöðin í Íran greindi frá því í gær að þrettán hefðu látist í átökum mótmælenda og óeirðalögreglu í gær í miðborg Teheran í Íran. Fréttastofur á borð við CNN segja þó að tala látinna sé mun hærri. 21. júní 2009 10:10
Hluti atkvæða endurtalinn í Íran Byltingarráðið í Íran hefur ákveðið að endurtelja tíu prósent atkvæða í þeim tilgangi að róa mótmælendur sem halda því fram að niðurstöður kosninganna 12. júní síðastliðinn séu rangar. Tugir þúsunda mótmæltu í dag í miðborg Teheran í Íran. 20. júní 2009 18:49
Obama tekur ekki afstöðu í kosningadeilum í Íran Barack Obama hefur forðast að taka afstöðu með andspyrnuhreyfingunni í Íran en skipulögð eru meiri mótmæli vegna umdeildrar niðurstöðu forsetakosninga í landinu. 17. júní 2009 10:14
Rólegra í Teheran Ró færðist yfir götur Teheran í Íran í dag eftir að ríkissjónvarpsstöðin þar í landi greindi frá því að tíu til viðbótar hafi látist í átökum mótmælenda og óeirðalögreglu í gær. Sjónvarpsstöðin greindi líka frá því lögregla hafi handtekið dóttur og fjóra aðra ættinga fyrrverandi forseta landsins, Hashemi Rafsanjani, í gær. Rafsanjani er einn valdamesti maður landsins. 21. júní 2009 18:42
Hvetur Írani til að hætta mótmælum vegna kosninganna Khamenei, æðstiklerkur í Íran, hvetur landa sína til að hætta mótmælum vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Haldi mótmæli áfram verði blóðbað vegna þeirra á ábyrgð frambjóðenda sem játi sig enn ekki sigraða. 19. júní 2009 13:15
Fyrirhuguðum mótmælum Íran aflýst Fyrirhuguðum mótmælum í Teheran í Íran sem fram áttu að fara í dag hefur verið aflýst. Írönsk stjórnvöld lýstu því yfir að forsetaframbjóðandinn Mirhossein Mousavi yrði gerður ábyrgur fyrir mótmælunum. 15. júní 2009 12:12
Atkvæði talin á ný í Íran Klerkaráðið í Íran hefur kveðið upp þann úrskurð að telja skuli á ný atkvæði forsetakosninganna sem fram fóru þar í landi á föstudaginn. 16. júní 2009 09:03
Merkel gagnrýnir æðsta klerk Írans Angela Merkel, kanslari Þýskalands, gagnrýnir Ali Khamenei, æðsta klerk Írans, og segir ræðu sem hann flutti í morgun hafa verið mikil vonbrigði. 19. júní 2009 13:57
Mousavi hvetur mótmælendur í Íran Mir Hossein Mousavi, forsetaframbjóðandi og leiðtogi írönsku stjórnarandstöðunnar, hvetur fylgismenn sína til að halda áfram mótmælum gegn endurkjöri Mahmoud Ahmadinejad forseta. 22. júní 2009 08:15
Mótmælt sjötta daginn í röð Búist er við fjölmennum mótmælum í Íran sjötta daginn í röð vegna úrslita forsetakosninga þar í landi fyrir tæpri viku. Byltingarráðið í Íran hefur kallað frambjóðendurna þrjá sem biðu ósigur til að bera vitni fyrir helgina vegna rannsóknar á ásökunum um kosningasvik. 18. júní 2009 12:27
Háskólanum í Teheran rústað - myndir á Facebook Myndir voru birtar á samskiptasíðunni Facebook í dag sem sagðar eru sýna eyðileggingu í Háskólanum í Teheran. Varalið hliðhollt Íransforseta er sagt hafa ráðist þar með ofbeldi gegn stjórnarandstæðingum. Úrslitum forsetakosninganna í síðustu viku var áfram mótmælt í írönsku höfuðborginni í dag. 18. júní 2009 19:09
Yfirvöld fá upplýsingar af Facebook og Twitter Eftir að írönsk yfirvöld hófu að takmarka aðgang vestrænna fjölmiðla að mótmælunum í Íran hafa samskiptasíður á borð við Twitter og Facebook orðið ómetanlegar. Sérstaklega eru síðurnar mikilvægar fyrir Bandaríkjamenn sem eiga engin stjórnmálatengsl við Íran og eiga bágt með að fylgjast með ástandinu í landinu. 16. júní 2009 20:49