Hvetur Írani til að hætta mótmælum vegna kosninganna 19. júní 2009 13:15 Khamenei, æðstiklerkur í Íran, hvetur landa sína til að hætta mótmælum vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Haldi mótmæli áfram verði blóðbað vegna þeirra á ábyrgð frambjóðenda sem játi sig enn ekki sigraða. Æðstiklerkurinn ávarpaði tugi þúsunda Írana í höfuðborginni Teheran í morgun. Þetta var í fyrsta sinn sem þessi æðsti leiðtogi þjóðarinnar kom fram og ávarpaði landa sína eftir að úrslit forsetakosninganna fyrir viku lágu fyrir. Hann bað Írana um að sýna stillingu og sagði að úrslit kosninganna yrðu samkvæmt því sem kæmi upp úr kjörkössunum en ekki byggð á mótmælum á götum úti. Að hans mati væri útilokað að Mahmoud Ahmadinejad, endurkjörinn Íransforseti, og stuðningsmenn hans hefðu gerst sekir um kosningasvik líkt og Mir Hussein Mousavi, sem varð annar í kosningunum, hefði fullyrt. Khamenei hvatti Mousavi og aðra frambjóðendur sem hefðu beðið ósigur um að fá stuðningsmenn sína til að hætta mótmælum sem staðið hafa síðan á laugardaginn og verið þau umfangsmestu í Íran frá stofnun klerkaveldisins í byltingunni 1979. Khamenei sagði að ef þeir gerðu það ekki bæru þeir ábyrgð á því blóðbaði sem kynni að verða. Khamenei sagði að frambjóðendur yrðu að fara með kvartanir sínar fyrir þartilgerð ráð eins og þeir hefðu þegar gert með kærum til byltingarráðsins. Í ræðu sinni réðst Khamenei harkalega að erlendum ríkjum og fordæmdi afskipti þeirra af kosningunum og úrslitum þeirra. Sér í lagi vék hann máli sínu að Bandaríkjamönnum og sagði að í ljósi aðgerða þeirra í Írak og Afganistan hefðu þeir ekkert erindi í að kenna öðrum þjóðum um mannréttindi. Hann sagði Breta sviksamasta óvin Írans. Áheyrendur óskuðu Bandaríkjamönnum, Ísraelum og Bretum öllu illu og helst dauða. Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Sjá meira
Khamenei, æðstiklerkur í Íran, hvetur landa sína til að hætta mótmælum vegna forsetakosninganna í síðustu viku. Haldi mótmæli áfram verði blóðbað vegna þeirra á ábyrgð frambjóðenda sem játi sig enn ekki sigraða. Æðstiklerkurinn ávarpaði tugi þúsunda Írana í höfuðborginni Teheran í morgun. Þetta var í fyrsta sinn sem þessi æðsti leiðtogi þjóðarinnar kom fram og ávarpaði landa sína eftir að úrslit forsetakosninganna fyrir viku lágu fyrir. Hann bað Írana um að sýna stillingu og sagði að úrslit kosninganna yrðu samkvæmt því sem kæmi upp úr kjörkössunum en ekki byggð á mótmælum á götum úti. Að hans mati væri útilokað að Mahmoud Ahmadinejad, endurkjörinn Íransforseti, og stuðningsmenn hans hefðu gerst sekir um kosningasvik líkt og Mir Hussein Mousavi, sem varð annar í kosningunum, hefði fullyrt. Khamenei hvatti Mousavi og aðra frambjóðendur sem hefðu beðið ósigur um að fá stuðningsmenn sína til að hætta mótmælum sem staðið hafa síðan á laugardaginn og verið þau umfangsmestu í Íran frá stofnun klerkaveldisins í byltingunni 1979. Khamenei sagði að ef þeir gerðu það ekki bæru þeir ábyrgð á því blóðbaði sem kynni að verða. Khamenei sagði að frambjóðendur yrðu að fara með kvartanir sínar fyrir þartilgerð ráð eins og þeir hefðu þegar gert með kærum til byltingarráðsins. Í ræðu sinni réðst Khamenei harkalega að erlendum ríkjum og fordæmdi afskipti þeirra af kosningunum og úrslitum þeirra. Sér í lagi vék hann máli sínu að Bandaríkjamönnum og sagði að í ljósi aðgerða þeirra í Írak og Afganistan hefðu þeir ekkert erindi í að kenna öðrum þjóðum um mannréttindi. Hann sagði Breta sviksamasta óvin Írans. Áheyrendur óskuðu Bandaríkjamönnum, Ísraelum og Bretum öllu illu og helst dauða.
Mest lesið „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Innlent Komust yfir myndband af slysinu Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Unglingur réðst ítrekað á strætóbílstjóra í Reykjanesbæ Innlent Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Fleiri fréttir Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Sjá meira