Erlent

Allir karlmenn horfa á klám (víst)

Óli Tynes skrifar
Reyndu ekki að þræta.
Reyndu ekki að þræta.

Breskir vísindamenn lentu í nokkrum vanda þegar þeir ætluðu að gera rannsókn á því hvaða munur væri á karlmönnum sem skoðuðu klám og þeim sem gerðu það ekki.

Það kom nefnilega í ljós að allir karlmennirnir sem þeir höfðu samband við voru klámneytendur. Forsendunum var þá breytt þannig að rætt var við tuttugu menn á tvítugsaldri og þeir spurðir um klámneyslu sína.

Að meðaltali voru þeir tíu ára gamlir í fyrsta skipti sem þeir sáu klám og klámneysla þeirra var níutíu prósent á netinu. Hin tíu prósentin voru myndbönd.

Hefur engin áhrif

Þeir sem voru einir á báti notuðu að meðaltali fjörutíu mínútur þrisvar í viku til þess að skoða klám. Þeir sem voru í sambandi við stúlkur notuðu um 20 mínútur einum komma sjö sinnum í viku.

Simon Lajeunesse prófessor sem stýrði rannsókninni sagði í samtali við Daily Telegraph að klámið hefði engin áhrif á mennina.

-Enginn þeirra hafði neinar sjúklegar kynþarfir, sagði prófessorinn. -Satt að segja var kynhneigð þeirra ósköp venjuleg.

-Klámið hefur ekki breytt skoðunum þeirra á konum eða samböndum. Eins og allir aðrir vilja þeir að samböndin séu gagnkvæmt gefandi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×