Erlent

Kátir kvennabósar

Óli Tynes skrifar
...ef þú bara giftist mér.
...ef þú bara giftist mér.

Kvennabósar í Suður-Kóreu eru nú giska kátir eftir að fimmtíu og sex ára gömul lög voru felld úr gildi þar í landi.

Samkvæmt þeim var karlmönnum refsað fyrir að fá konur til fylgilags við sig með því að ljúga því til að þeir vildu kvænast þeim.

Viðurlögin voru sekt upp á þrjár og hálfa milljón króna eða tveggja ára fangelsi.

Lögin voru felld úr gildi eftir að tveir bósar fóru með mál sitt alla leið til hæstaréttar landsins.

Í rökstuðningi með því að fella lögin sagði meðal annars að með þeim væri verið að hefta kynfrelsi karlmanna.

Ríkisvaldið ætti ekki að skipta sér af skaðlausum tilraunum þeirra til þess að freista kvenna.

Sýnu kátastir eru sjálfsagt dágóður hópur manna sem þegar sitja í fangelsi samkvæmt gömlu lögunum.

Þeim verður nú sleppt úr haldi. Og fara sjálfsagt hraðljúgandi inn á næsta bar.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×