Þorkell Máni: Ég er ekki að sjá Val klúðra þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2009 22:30 Þorkell Máni Pétursson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Stefán Þorkell Máni Pétursson, þjálfari Stjörnunnar, tók mikla áhættu í lokin í 1-2 tapi á móti Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þorkell fækkaði í vörninni og ætlaði að taka stig. Stjarnan náð að jafna en Blikar tryggðu sér síðan sigurinn í uppbótartíma. Með sigrinum komust Blikar upp fyrir Stjörnuna á markatölu. „Við vorum komnar með þriggja manna vörn og ég efast um það að það sé eitthvað lið sem þorir að spila þriggja manna vörn á móti Breiðabliki," sagði Þorkell Máni og bætti við. „Þegar við jöfnuðum leikinn þá héldum við áfram að spila þriggja manna vörn. Það var eitt lið sem var að spila varnarleik á fullu og það vorum ekki við. við vorum ekki hér til að sækja jafntefli því við ætluðum að sækja öll stigin," sagði Þorkell. „Við vorum miklu betri en þær á löngum köflum í leiknum og það erum við bara að gera á frábærri liðsheild og engu öðru. Það hefði verið sanngjarnt að fá jafntefli út úr þessum leik. Við nýttum ekki okkar tækifæri á meðan að þær nýttu þessu fáu tækifæri sem þær fengu," sagði Þorkell. „Það er gaman að sjá það að lið að þessu kalíber eins og Breiðablik sé drulluhrætt við að koma hingað á Stjörnuvöllinn. Ég held að það sé bara jákvætt fyrir okkur en við verðum samt að gera betur en þetta ef við ætlum að vinna þetta," sagði Þorkell. „Við verðum samt að vera þakklát fyrir þennan leik og við tökum hann með okkur í bankann. Við eigum Val á sunnudaginn og við verðum bara að halda áfram að berjast og vinna fyrir þessu," sagði Þorkell en Stjarnan sækir þá Val heim í undanúrslitum VISA-bikarsins. „Þetta er ógeðslega dýr stig sem við töpuðum því nú er Valur bara í lykilstöðu. Ég er ekki að sjá Val klúðra þessu enda tel ég að staðan sé bara þannig að Valur er með besta liðið á landinu. Við ætlum að taka af þeim bikarinn og ætlum heldur ekki að gefast upp í einu eða neinu. Við erum að gera betur en við gerðum síðast og ætlum að halda því áfram að byggja þetta hægt og rólega upp," sagði Þorkell sem var ánægður með Stjörnustelpurnar. „Stelpurnar mínar stóðu sig rosalega vel og mér fannst þær hlaupa alveg endalaust í kvöld. Menn voru að leggja sig fram en það vinnur ekkert með okkur neina reynsla. Við þekkjum ekki þessa stöðu en við erum að kynnast henni leik fyrir leik og kynnumst henni líka á sunnudaginn. Við fáum síðan vonandi að kynnast svona leikjum líka í lok tímabilsins þannig að þetta verður bara spennandi og skemmtilegt," sagði Þorkell að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson, þjálfari Stjörnunnar, tók mikla áhættu í lokin í 1-2 tapi á móti Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þorkell fækkaði í vörninni og ætlaði að taka stig. Stjarnan náð að jafna en Blikar tryggðu sér síðan sigurinn í uppbótartíma. Með sigrinum komust Blikar upp fyrir Stjörnuna á markatölu. „Við vorum komnar með þriggja manna vörn og ég efast um það að það sé eitthvað lið sem þorir að spila þriggja manna vörn á móti Breiðabliki," sagði Þorkell Máni og bætti við. „Þegar við jöfnuðum leikinn þá héldum við áfram að spila þriggja manna vörn. Það var eitt lið sem var að spila varnarleik á fullu og það vorum ekki við. við vorum ekki hér til að sækja jafntefli því við ætluðum að sækja öll stigin," sagði Þorkell. „Við vorum miklu betri en þær á löngum köflum í leiknum og það erum við bara að gera á frábærri liðsheild og engu öðru. Það hefði verið sanngjarnt að fá jafntefli út úr þessum leik. Við nýttum ekki okkar tækifæri á meðan að þær nýttu þessu fáu tækifæri sem þær fengu," sagði Þorkell. „Það er gaman að sjá það að lið að þessu kalíber eins og Breiðablik sé drulluhrætt við að koma hingað á Stjörnuvöllinn. Ég held að það sé bara jákvætt fyrir okkur en við verðum samt að gera betur en þetta ef við ætlum að vinna þetta," sagði Þorkell. „Við verðum samt að vera þakklát fyrir þennan leik og við tökum hann með okkur í bankann. Við eigum Val á sunnudaginn og við verðum bara að halda áfram að berjast og vinna fyrir þessu," sagði Þorkell en Stjarnan sækir þá Val heim í undanúrslitum VISA-bikarsins. „Þetta er ógeðslega dýr stig sem við töpuðum því nú er Valur bara í lykilstöðu. Ég er ekki að sjá Val klúðra þessu enda tel ég að staðan sé bara þannig að Valur er með besta liðið á landinu. Við ætlum að taka af þeim bikarinn og ætlum heldur ekki að gefast upp í einu eða neinu. Við erum að gera betur en við gerðum síðast og ætlum að halda því áfram að byggja þetta hægt og rólega upp," sagði Þorkell sem var ánægður með Stjörnustelpurnar. „Stelpurnar mínar stóðu sig rosalega vel og mér fannst þær hlaupa alveg endalaust í kvöld. Menn voru að leggja sig fram en það vinnur ekkert með okkur neina reynsla. Við þekkjum ekki þessa stöðu en við erum að kynnast henni leik fyrir leik og kynnumst henni líka á sunnudaginn. Við fáum síðan vonandi að kynnast svona leikjum líka í lok tímabilsins þannig að þetta verður bara spennandi og skemmtilegt," sagði Þorkell að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Íslenski boltinn Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Enski boltinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Körfubolti Dramatík í uppbótartíma Enski boltinn Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Íslenski boltinn Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Enski boltinn Sanngjarn heimasigur Enski boltinn „Orðfærið og dónaskapurinn með ólíkindum“ Handbolti „Allt sem er satt í dag gæti verið lygi eftir þrjár vikur“ Enski boltinn Fleiri fréttir Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ Sjá meira