Þorkell Máni: Ég er ekki að sjá Val klúðra þessu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. júlí 2009 22:30 Þorkell Máni Pétursson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Stefán Þorkell Máni Pétursson, þjálfari Stjörnunnar, tók mikla áhættu í lokin í 1-2 tapi á móti Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þorkell fækkaði í vörninni og ætlaði að taka stig. Stjarnan náð að jafna en Blikar tryggðu sér síðan sigurinn í uppbótartíma. Með sigrinum komust Blikar upp fyrir Stjörnuna á markatölu. „Við vorum komnar með þriggja manna vörn og ég efast um það að það sé eitthvað lið sem þorir að spila þriggja manna vörn á móti Breiðabliki," sagði Þorkell Máni og bætti við. „Þegar við jöfnuðum leikinn þá héldum við áfram að spila þriggja manna vörn. Það var eitt lið sem var að spila varnarleik á fullu og það vorum ekki við. við vorum ekki hér til að sækja jafntefli því við ætluðum að sækja öll stigin," sagði Þorkell. „Við vorum miklu betri en þær á löngum köflum í leiknum og það erum við bara að gera á frábærri liðsheild og engu öðru. Það hefði verið sanngjarnt að fá jafntefli út úr þessum leik. Við nýttum ekki okkar tækifæri á meðan að þær nýttu þessu fáu tækifæri sem þær fengu," sagði Þorkell. „Það er gaman að sjá það að lið að þessu kalíber eins og Breiðablik sé drulluhrætt við að koma hingað á Stjörnuvöllinn. Ég held að það sé bara jákvætt fyrir okkur en við verðum samt að gera betur en þetta ef við ætlum að vinna þetta," sagði Þorkell. „Við verðum samt að vera þakklát fyrir þennan leik og við tökum hann með okkur í bankann. Við eigum Val á sunnudaginn og við verðum bara að halda áfram að berjast og vinna fyrir þessu," sagði Þorkell en Stjarnan sækir þá Val heim í undanúrslitum VISA-bikarsins. „Þetta er ógeðslega dýr stig sem við töpuðum því nú er Valur bara í lykilstöðu. Ég er ekki að sjá Val klúðra þessu enda tel ég að staðan sé bara þannig að Valur er með besta liðið á landinu. Við ætlum að taka af þeim bikarinn og ætlum heldur ekki að gefast upp í einu eða neinu. Við erum að gera betur en við gerðum síðast og ætlum að halda því áfram að byggja þetta hægt og rólega upp," sagði Þorkell sem var ánægður með Stjörnustelpurnar. „Stelpurnar mínar stóðu sig rosalega vel og mér fannst þær hlaupa alveg endalaust í kvöld. Menn voru að leggja sig fram en það vinnur ekkert með okkur neina reynsla. Við þekkjum ekki þessa stöðu en við erum að kynnast henni leik fyrir leik og kynnumst henni líka á sunnudaginn. Við fáum síðan vonandi að kynnast svona leikjum líka í lok tímabilsins þannig að þetta verður bara spennandi og skemmtilegt," sagði Þorkell að lokum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira
Þorkell Máni Pétursson, þjálfari Stjörnunnar, tók mikla áhættu í lokin í 1-2 tapi á móti Breiðablik í Pepsi-deild kvenna í kvöld. Þorkell fækkaði í vörninni og ætlaði að taka stig. Stjarnan náð að jafna en Blikar tryggðu sér síðan sigurinn í uppbótartíma. Með sigrinum komust Blikar upp fyrir Stjörnuna á markatölu. „Við vorum komnar með þriggja manna vörn og ég efast um það að það sé eitthvað lið sem þorir að spila þriggja manna vörn á móti Breiðabliki," sagði Þorkell Máni og bætti við. „Þegar við jöfnuðum leikinn þá héldum við áfram að spila þriggja manna vörn. Það var eitt lið sem var að spila varnarleik á fullu og það vorum ekki við. við vorum ekki hér til að sækja jafntefli því við ætluðum að sækja öll stigin," sagði Þorkell. „Við vorum miklu betri en þær á löngum köflum í leiknum og það erum við bara að gera á frábærri liðsheild og engu öðru. Það hefði verið sanngjarnt að fá jafntefli út úr þessum leik. Við nýttum ekki okkar tækifæri á meðan að þær nýttu þessu fáu tækifæri sem þær fengu," sagði Þorkell. „Það er gaman að sjá það að lið að þessu kalíber eins og Breiðablik sé drulluhrætt við að koma hingað á Stjörnuvöllinn. Ég held að það sé bara jákvætt fyrir okkur en við verðum samt að gera betur en þetta ef við ætlum að vinna þetta," sagði Þorkell. „Við verðum samt að vera þakklát fyrir þennan leik og við tökum hann með okkur í bankann. Við eigum Val á sunnudaginn og við verðum bara að halda áfram að berjast og vinna fyrir þessu," sagði Þorkell en Stjarnan sækir þá Val heim í undanúrslitum VISA-bikarsins. „Þetta er ógeðslega dýr stig sem við töpuðum því nú er Valur bara í lykilstöðu. Ég er ekki að sjá Val klúðra þessu enda tel ég að staðan sé bara þannig að Valur er með besta liðið á landinu. Við ætlum að taka af þeim bikarinn og ætlum heldur ekki að gefast upp í einu eða neinu. Við erum að gera betur en við gerðum síðast og ætlum að halda því áfram að byggja þetta hægt og rólega upp," sagði Þorkell sem var ánægður með Stjörnustelpurnar. „Stelpurnar mínar stóðu sig rosalega vel og mér fannst þær hlaupa alveg endalaust í kvöld. Menn voru að leggja sig fram en það vinnur ekkert með okkur neina reynsla. Við þekkjum ekki þessa stöðu en við erum að kynnast henni leik fyrir leik og kynnumst henni líka á sunnudaginn. Við fáum síðan vonandi að kynnast svona leikjum líka í lok tímabilsins þannig að þetta verður bara spennandi og skemmtilegt," sagði Þorkell að lokum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll Íslenski boltinn „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Zubimendi með tvö í frábærum sigri Enski boltinn Reiður eftir að Yamal var látinn taka verkjalyf til að geta spilað Fótbolti Fyrsta mark Ísaks í efstu deild Þýskalands Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Enski boltinn Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Handbolti Sneri við á HM og studdi keppinaut í mark Sport Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Fleiri fréttir Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Fullnaðarsigur Arnars „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Uppgjörið: Stjarnan - Þór/KA 4-1 | Stjarnan upp í efri hlutann Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ „Betra fótboltaliðið tapaði í dag“ Sameiginlegt lið Grindavíkur og Njarðvíkur upp í Bestu eftir ótrúlegan sigur Uppgjör: Víkingur - Valur 3-2 | Víkingur náði í dýrmæt stig í fallbarátunni Uppgjörið: Breiðablik - FH 2-1 | Ótrúleg endurkoma og Blikar að stinga af Uppgjörið: Tindastóll - Fram 1-0 | Lífsnauðsynlegur sigur Stólanna Valsmenn semja við einn markahæsta leikmanninn í Lengjunni Sjá meira