Umfjöllun: Sigurbjörn tryggði Val sigur á KA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 6. júlí 2009 18:46 Baldur Aðalsteinsson reynir skot að marki KA í kvöld. Mynd/Arnþór Sigurbjörn Örn Hreiðarsson var hetja Valsmanna er hann tryggði sínum mönnum 3-2 sigur á KA með marki í lok framlengingarinnar. Þetta var leikur í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla en staðan að loknum venjulegs leiktíma var 2-2. Valsmenn komust tvívegis yfir í leiknum með mörkum Helga Sigurðssonar og Marel Baldvinssonar. En þeir David Disztl og Andri Fannar Stefánsson jöfnuðu fyrir KA. Staðan var 1-1 í hálfleik. Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega en bæði lið áttu ágætar sóknir. Á 12. mínútu komust heimamenn í góða sókn er Baldur Aðalsteinsson bar upp boltann á hægri kantinum og gaf inn á teiginn. Þar náði Marel Baldvinsson að taka niður boltann og leggja hann laglega fyrir Helga sem stýrði boltanum í markhornið. Einkar lagleg sókn hjá Valsmönnum. Eftir þetta fékk Valur nokkur efnileg færi hefðu auðveldlega getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik. Það dró hins vegar af gestunum að norðan eftir því sem á leið fyrri hálfleikinn og gekk þeim lítið gegn sterkri vörn Valsmanna. Þar til á 43. mínútu. KA fékk aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Vals. Haukar Heiðar Hauksson gaf háa sendingu inn á teig. Haraldur Björnsson í marki Vals misreiknaði sendinguna og náði David Disztl að skalla yfir hann í autt markið. En þó svo að markið hafi komið gegn gangi leiksins mættu KA-menn mun sterkari til leiks í síðari hálfleik og sóttu grimmt. Besta færið fékk Guðmundur Óli Steingrímsson sem átti skalla að marki af stuttu færi eftir fyrirgjöf Dean Martin. Haraldur Björnsson varði hins vegar vel í marki Vals. En stuttu síðar var aftur skorað gegn gangi leiksins. Helgi Sigurðsson gerði vel á hægri kantinum og lék á einn leikmann KA. Hann kom boltanum út í teig, á Baldur Aðalsteinsson sem átti fasta sendingu fyrir markið. Marel var mættur á fjarstöng og skoraði í autt markið. En KA-menn gáfust ekki upp og héldu áfram að sækja. Miðvallarleikmaðurinn efnilegi, Andri Fannar Stefánsson, fékk boltann á 61. mínútu rétt utan víteigs og lét vaða að marki. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni Vals en hafnaði svo í netinu. Laglegt skot sem Haraldur náði ekki að verja. Eftir þetta fóru Valsmenn fyrst að láta til sín taka á nýjan leik en síðari hálfleikurinn hafði verið eign gestanna fram að því. Marel fékk gott færi í víteteignum en skaut yfir. Síðar komst varamaðurinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson í ágæt færi í tvígang en skaut í bæði skiptin í stað þess að gefa á félaga sína sem voru í betri stöðu en hann. Helgi Sigurðsson fékk svo tækifæri til að tryggja Valsmönnum sigurinn í lok venjulegs leiktíma en Sandor Matus sá vel við honum. Bæði lið fengu fín færi í fyrri hálfleik framlengingarinnar. Viktor Unnar Illugason komst í gott skotfæri hjá Val en skaut framhjá. Þá átti Bjarni Ólafur Eiríksson gott skot að löngu færi en það var varið í horn. Besta færið fengu þó leikmenn KA. Fyrst átti Disztl lúmskt skot með bakfallsspyrnu sem Haraldur varði með naumindum. Í kjölfarið fékk Andri Fannar kjörið skotfæri í teignum en hitti ekki rammann. Valsmenn sóttu stíft í síðari hálfleik framlengingarinnar og áttu margar ágætar marktilraunir. Lukkudísirnar virtust einfaldlega ekki á þeirra bandi. Til að mynda kom Marel Baldvinsson skoti framhjá Matus í marki KA en þá varði Haukur Heiðar Hauksson á línu. En á 117. mínútu kom loksins sigurmarkið. Sigurbjörn Hreiðarsson fékk þá boltann rétt utan vítateigs eftir ágætan undirbúning Bjarna Ólafs. Sigurbjörn átti glæsilegt skot að marki sem Matus náði ekki að verja og þar við sat.Valur - KA 3-2 1-0 Helgi Sigurðsson (11.) 1-1 David Disztl (43.) 2-1 Marel Baldvinsson (56.) 2-2 Andri Fannar Stefánsson (61.) 3-2 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (117.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 592. Dómari: Kristinn JakobssonSkot (á mark): 29-9 (11-5)Varin skot: Haraldur 3 - Matus 8.Horn: 9-4Aukaspyrnur fengnar: 19-17Rangstöður: 3-3Valur (4-4-2): Haraldur Björnsson Ian Jeffs (gult) Reynir Leósson Atli Sveinn Þórarinsson Bjarni Ólafur Eiríksson Baldur Aðalsteinsson (56. Ólafur Páll Snorrason) (62. Viktor Unnar Illugason) (gult) Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (gult) Baldur Bett (gult) Pétur Georg Markan (64. Guðmundur Steinn Hafsteinsson) Helgi Sigurðsson Marel BaldvinssonKA (4-5-1): Sandor Matus Haukur Heiðar Hauksson Norbert Farkas Þórður Arnar Þórðarson Hjalti Már Hauksson Guðmundir Óli Steingrímsson (106. Orri Gústafsson) Arnar Már Guðjónsson Srdjan Tufegdzig Andri Fannar Stefánsson Dean Martin (91. Ingi Freyr Hilmarsson) David Disztl Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sigurbjörn: Verður varla sætara Sigurbjörn Örn Hreiðarsson var hæstánægður með sigur sinna manna á KA í kvöld en hann skoraði sigurmark leiksins undir lok leiksins sem þurfti að framlengja. 6. júlí 2009 21:32 Atli: Þekkti varla leikmennina Atli Eðvaldsson viðurkennir að það hafi verið erfitt að koma inn í leik Vals og KA í kvöld eftir að hafa náð aðeins einni æfingu með Val fyrir leikinn. 6. júlí 2009 21:45 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Sigurbjörn Örn Hreiðarsson var hetja Valsmanna er hann tryggði sínum mönnum 3-2 sigur á KA með marki í lok framlengingarinnar. Þetta var leikur í 16-liða úrslitum bikarkeppni karla en staðan að loknum venjulegs leiktíma var 2-2. Valsmenn komust tvívegis yfir í leiknum með mörkum Helga Sigurðssonar og Marel Baldvinssonar. En þeir David Disztl og Andri Fannar Stefánsson jöfnuðu fyrir KA. Staðan var 1-1 í hálfleik. Leikurinn byrjaði nokkuð fjörlega en bæði lið áttu ágætar sóknir. Á 12. mínútu komust heimamenn í góða sókn er Baldur Aðalsteinsson bar upp boltann á hægri kantinum og gaf inn á teiginn. Þar náði Marel Baldvinsson að taka niður boltann og leggja hann laglega fyrir Helga sem stýrði boltanum í markhornið. Einkar lagleg sókn hjá Valsmönnum. Eftir þetta fékk Valur nokkur efnileg færi hefðu auðveldlega getað skorað fleiri mörk í fyrri hálfleik. Það dró hins vegar af gestunum að norðan eftir því sem á leið fyrri hálfleikinn og gekk þeim lítið gegn sterkri vörn Valsmanna. Þar til á 43. mínútu. KA fékk aukaspyrnu á miðjum vallarhelmingi Vals. Haukar Heiðar Hauksson gaf háa sendingu inn á teig. Haraldur Björnsson í marki Vals misreiknaði sendinguna og náði David Disztl að skalla yfir hann í autt markið. En þó svo að markið hafi komið gegn gangi leiksins mættu KA-menn mun sterkari til leiks í síðari hálfleik og sóttu grimmt. Besta færið fékk Guðmundur Óli Steingrímsson sem átti skalla að marki af stuttu færi eftir fyrirgjöf Dean Martin. Haraldur Björnsson varði hins vegar vel í marki Vals. En stuttu síðar var aftur skorað gegn gangi leiksins. Helgi Sigurðsson gerði vel á hægri kantinum og lék á einn leikmann KA. Hann kom boltanum út í teig, á Baldur Aðalsteinsson sem átti fasta sendingu fyrir markið. Marel var mættur á fjarstöng og skoraði í autt markið. En KA-menn gáfust ekki upp og héldu áfram að sækja. Miðvallarleikmaðurinn efnilegi, Andri Fannar Stefánsson, fékk boltann á 61. mínútu rétt utan víteigs og lét vaða að marki. Boltinn hafði viðkomu í varnarmanni Vals en hafnaði svo í netinu. Laglegt skot sem Haraldur náði ekki að verja. Eftir þetta fóru Valsmenn fyrst að láta til sín taka á nýjan leik en síðari hálfleikurinn hafði verið eign gestanna fram að því. Marel fékk gott færi í víteteignum en skaut yfir. Síðar komst varamaðurinn Guðmundur Steinn Hafsteinsson í ágæt færi í tvígang en skaut í bæði skiptin í stað þess að gefa á félaga sína sem voru í betri stöðu en hann. Helgi Sigurðsson fékk svo tækifæri til að tryggja Valsmönnum sigurinn í lok venjulegs leiktíma en Sandor Matus sá vel við honum. Bæði lið fengu fín færi í fyrri hálfleik framlengingarinnar. Viktor Unnar Illugason komst í gott skotfæri hjá Val en skaut framhjá. Þá átti Bjarni Ólafur Eiríksson gott skot að löngu færi en það var varið í horn. Besta færið fengu þó leikmenn KA. Fyrst átti Disztl lúmskt skot með bakfallsspyrnu sem Haraldur varði með naumindum. Í kjölfarið fékk Andri Fannar kjörið skotfæri í teignum en hitti ekki rammann. Valsmenn sóttu stíft í síðari hálfleik framlengingarinnar og áttu margar ágætar marktilraunir. Lukkudísirnar virtust einfaldlega ekki á þeirra bandi. Til að mynda kom Marel Baldvinsson skoti framhjá Matus í marki KA en þá varði Haukur Heiðar Hauksson á línu. En á 117. mínútu kom loksins sigurmarkið. Sigurbjörn Hreiðarsson fékk þá boltann rétt utan vítateigs eftir ágætan undirbúning Bjarna Ólafs. Sigurbjörn átti glæsilegt skot að marki sem Matus náði ekki að verja og þar við sat.Valur - KA 3-2 1-0 Helgi Sigurðsson (11.) 1-1 David Disztl (43.) 2-1 Marel Baldvinsson (56.) 2-2 Andri Fannar Stefánsson (61.) 3-2 Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (117.) Vodafone-völlurinn. Áhorfendur: 592. Dómari: Kristinn JakobssonSkot (á mark): 29-9 (11-5)Varin skot: Haraldur 3 - Matus 8.Horn: 9-4Aukaspyrnur fengnar: 19-17Rangstöður: 3-3Valur (4-4-2): Haraldur Björnsson Ian Jeffs (gult) Reynir Leósson Atli Sveinn Þórarinsson Bjarni Ólafur Eiríksson Baldur Aðalsteinsson (56. Ólafur Páll Snorrason) (62. Viktor Unnar Illugason) (gult) Sigurbjörn Örn Hreiðarsson (gult) Baldur Bett (gult) Pétur Georg Markan (64. Guðmundur Steinn Hafsteinsson) Helgi Sigurðsson Marel BaldvinssonKA (4-5-1): Sandor Matus Haukur Heiðar Hauksson Norbert Farkas Þórður Arnar Þórðarson Hjalti Már Hauksson Guðmundir Óli Steingrímsson (106. Orri Gústafsson) Arnar Már Guðjónsson Srdjan Tufegdzig Andri Fannar Stefánsson Dean Martin (91. Ingi Freyr Hilmarsson) David Disztl
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Sigurbjörn: Verður varla sætara Sigurbjörn Örn Hreiðarsson var hæstánægður með sigur sinna manna á KA í kvöld en hann skoraði sigurmark leiksins undir lok leiksins sem þurfti að framlengja. 6. júlí 2009 21:32 Atli: Þekkti varla leikmennina Atli Eðvaldsson viðurkennir að það hafi verið erfitt að koma inn í leik Vals og KA í kvöld eftir að hafa náð aðeins einni æfingu með Val fyrir leikinn. 6. júlí 2009 21:45 Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Íslenski boltinn Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Enski boltinn Dagskráin: Glódís í úrslitaleik, United á Spáni og einvígið hefst á Ásvöllum Sport Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Sá besti íhugaði að hætta: Þeir litu öðruvísi á mig Sport Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Fótbolti Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ „Ekki áhyggjuefni, þetta var bara hörkuleikur“ Uppgjörið: Fram - Afturelding 3-0 | Mosfellingum kippt niður á jörðina Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sanngjarnt þegar hvorugt lið sækir til sigurs Sjá meira
Sigurbjörn: Verður varla sætara Sigurbjörn Örn Hreiðarsson var hæstánægður með sigur sinna manna á KA í kvöld en hann skoraði sigurmark leiksins undir lok leiksins sem þurfti að framlengja. 6. júlí 2009 21:32
Atli: Þekkti varla leikmennina Atli Eðvaldsson viðurkennir að það hafi verið erfitt að koma inn í leik Vals og KA í kvöld eftir að hafa náð aðeins einni æfingu með Val fyrir leikinn. 6. júlí 2009 21:45