Nicolas Sarkozy, hinn nýgifti forseti Frakklands, mun ekki fara í brúðkaupsferð með annarri eiginkonu sinni, Cörlu Bruni.
Skötuhjúin eyddu helginni í veiðikofa sem forsetinn hefur til afnota og sást til þeirra tveggja í gönguferð um garðinn hjá Versölunum.
Talsmaður forsetans segir að Sarkozy muni á næstu mánuðum einbeita sér að því að halda einkalífi sínu fyrir utan sviðsljós fjölmiðla.