Íslenski boltinn

Breiðablik vann tveimur færri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Blikar fögnuðu sigri í dag.
Blikar fögnuðu sigri í dag.

Breiðablik gerði sér lítið fyrir og vann Þór/KA, 2-1, þrátt fyrir að tveir leikmenn liðsins voru reknir af velli í stöðunni 1-1.

Mateja Zver kom Þór/KA snemma yfir en Harpa Þorsteinsdóttir jafnaði metin fyrir Breiðablik áður en fyrri hálfleikur var allur.

Seint í síðari hálfleik fékk Dagmar Ýr Arnardóttir sitt annað gula spjald og stuttu síðar fékk Elsa Hlín Einarsdóttir, markvörður Breiðabliks, einnig að líta reisupassann.

En þrátt fyrir það tókst Blikum að skora sigurmarkið í leiknum og var Fanndís Friðriksdóttir þar að verki.

Breiðablik er með 25 stig í þriðja sæti deildarinnar en Þór/KA í því sjötta með sextán stig.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×