Erlent

Nauðgaði dótturinni fyrir framan börn þeirra

Óli Tynes skrifar

Það var árið 1984 sem Josef Fritzl lokkaði hina átján ára gömlu dóttur sína Elísabetu með sér niður í kjallara.

Þar handjárnaði hann hana og hlekkjaði við vegg. Fyrstu fimm árin hírðist hún þar ein í litlu herbergi , nema þegar faðir hennar kom niður til þess að nauðga henni.

Svo fæddist Kerstin og árið eftir Stefan. Kerstin er nú 19 ára og Stefan 18. Josef kom áfram niður í kjallarann til þess að nauðga dóttur sinni. Það var ekki fyrr en 1993 sem hann bætti við öðru herbergi. Þá var Kerstin orðin fimm ára og Stefan fjögurra.

Eftir það voru börnin rekin í hitt herbergið þegar Josef kom niður. Engar dyr voru hinsvegar á neinu herbergi og börnin komust því ekki hjá því að heyra hvað fram fór.

Eitthvað virðist Josef hafa verið orðinn óöruggur með sig undir það síðasta, enda börnin þá orðin stálpuð.

Hann hótaði þeim því að drepa þau með gasi ef þau réðust á hann. Auk þess sem hann einn kynni á talnalásinn sem lokaði kjallaranum. Þau myndu því deyja úr hungri ef þeim tækist að yfirbuga hann.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×