Fjórir leikir voru í Landsbankadeild kvenna í kvöld og voru allir sigrarnir öruggir. Breiðablik vann Stjörnuna 4-0 þar sem Harpa Þorsteinsdóttir skoraði tvö mörk.
Þór/KA heimsótti Fylki og vann 4-0 og þá vann Afturelding lið Fjölnis líka 4-0 en Elín Svavarsdóttir skoraði tvö. Þá vann Keflavík 3-1 sigur á HK/Víkingi en þar skoraði Danka Podavac tvö mörk.