Íslenski boltinn

Rakel Hönnudóttir valin best í umferðum 7-12

Elvar Geir Magnússon skrifar
Rakel Hönnudóttir úr Þór/KA var valin best.
Rakel Hönnudóttir úr Þór/KA var valin best.

Rakel Hönnudóttir úr Þór/KA var valin leikmaður umferða 7-12 í Landsbankadeild kvenna. Rakel hefur leikið virkilega vel með Akureyrarliðinu sem situr í sjötta sæti.

Vanda Sigurgeirsdóttir, þjálfari Breiðabliks, var valin besti þjálfarinn í umferðunum en Blikastúlkur eru í þriðja sæti. Stuðningsmenn KR voru valdir bestu stuðningsmennirnir.

Þá var lið umferð 7-12 opinberað en það má sjá hér að neðan.

María B. Ágústsdóttir, KR

Ásta Árnadóttir, Valur

Erna B, Sigurðsdóttir, Breiðablik

Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, KR

Katrín Jónsdóttir, Valur

Dóra María Lárusdóttir, Valur

Edda Garðarsdóttir, KR

Hólmfríður Magnúsdóttir, KR

Rakel Hönnudóttir, Þór/KA

Margrét Lára Viðarsdóttir, Valur

Ruth Þórðardóttir, Fylkir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×