Íslenski boltinn

Keflavík og Stjarnan skildu jöfn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Fjórir leikir fóru fram í Landsbankadeild kvenna í kvöld. Toppliðin tvö unnu sína leiki en Keflavík og Stjarnan skildu jöfn í markalausum leik.

Valur er enn með sex stiga forystu á KR eftir 8-0 sigur á Aftureldingu í kvöld. Liðið er nú með markatöluna 58-8 sem er tuttugu mörkum betra markahlutfall en hjá KR.

KR vann sigur á Fylki, 5-0. Þá vann Fjölnir góðan sigur á HK/Víkingi, 3-1, í botnslag deildarinnar og færðist þar með úr neðsta sæti deildarinnar á kostnað andstæðinga sinna í kvöld.

Keflavík er með níu stig í áttunda sæti deildarinnar og Fylkir í því sjöunda með þrettán stig.

Afturelding er í fimmta sæti með sautján stig og Stjarnan í því fjórða með 21, átján stigum á eftir toppliði Vals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×