Fáfnir í formlegum tengslum við alþjóðleg glæpasamtök 1. júlí 2008 15:13 Íslenski mótorhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur stofnað til formlegra tengsla við skipulögð alþjóðleg glæpasamtök með því að gerast stuðningsklúbbur Hells Angels vélhjólasamtakanna. Svo segir í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. Fjallað er sérstaklega um Fafner, eða Fáfni eins og hann nefnist á íslensku, undir fyrirsögninni vélhjólagengi. Bent á að Hells Angels haft um langt skeið haft áhuga á að ná fótfestu á Íslandi. Sá áhugi hafi reynst gagnkvæmur því leiðtogar vélhjólasamtakanna Fafner MC-Iceland hafi á síðustu árum sótt fast að fá aðild að Hells Angels. Fyrsta skref í átt til fullrar aðildar felist í því að fá viðurkenningu sem „stuðningsklúbbur" einnar deildar Hells Angels á Norðurlöndum. „Stór vélhjólagengi á borð við Hells Angels og Bandidos, sem halda uppi skipulagðri glæpastarfsemi, eru alþjóðlegt vandamál. Þau leitast stöðugt við að auka umsvif sín og stækka markaðssvæði. Gengi þessi stunda fjölbreytta og skipulagða glæpastarfsemi. Þau hafa löngum verið umsvifamikil á sviði fjárkúgana, ofbeldis og fíkniefnaviðskipta. Fyrir liggur að mörg þessara samtaka tengjast einnig vopnasmygli, skipulagningu vændis og mansali. Í nágrannalöndunum hefur ítrekað komið til blóðugra uppgjöra þessara hópa. Á árunum 1994 - 1997 týndu 11 manns lífi í átökum Hells Angels og Bandidos á Norðurlöndum og þar hefur meirihluti meðlimanna hlotið refsidóma fyrir afbrot. Nokkrir þeirra hafa verið fundnir sekir um morð," segir í skýrslu greiningardeildar. Þar er bent á að lögregla hafi ítrekað skipulagt aðgerðir vegna komu félaga í Hells Angels-samtökunum hingað til lands. Fjölmiðlum hafi verið veittar ítarlegar upplýsingar um aðgerðir þessar og markmið þeirra. „Íslenski vélhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur nú gerst stuðningsklúbbur Hells Angels. Þar með hefur hópur manna, sem ítrekað hefur komist í kast við lögin hér á landi, stofnað til formlegra tengsla við skipulögð, alþjóðleg glæpasamtök," segir greiningardeildin. Tengdar fréttir Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48 Menn fluttir inn til landsins aðeins til að fremja afbrot Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn“ hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. 1. júlí 2008 14:35 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Íslenski mótorhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur stofnað til formlegra tengsla við skipulögð alþjóðleg glæpasamtök með því að gerast stuðningsklúbbur Hells Angels vélhjólasamtakanna. Svo segir í nýrri skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra um mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi. Fjallað er sérstaklega um Fafner, eða Fáfni eins og hann nefnist á íslensku, undir fyrirsögninni vélhjólagengi. Bent á að Hells Angels haft um langt skeið haft áhuga á að ná fótfestu á Íslandi. Sá áhugi hafi reynst gagnkvæmur því leiðtogar vélhjólasamtakanna Fafner MC-Iceland hafi á síðustu árum sótt fast að fá aðild að Hells Angels. Fyrsta skref í átt til fullrar aðildar felist í því að fá viðurkenningu sem „stuðningsklúbbur" einnar deildar Hells Angels á Norðurlöndum. „Stór vélhjólagengi á borð við Hells Angels og Bandidos, sem halda uppi skipulagðri glæpastarfsemi, eru alþjóðlegt vandamál. Þau leitast stöðugt við að auka umsvif sín og stækka markaðssvæði. Gengi þessi stunda fjölbreytta og skipulagða glæpastarfsemi. Þau hafa löngum verið umsvifamikil á sviði fjárkúgana, ofbeldis og fíkniefnaviðskipta. Fyrir liggur að mörg þessara samtaka tengjast einnig vopnasmygli, skipulagningu vændis og mansali. Í nágrannalöndunum hefur ítrekað komið til blóðugra uppgjöra þessara hópa. Á árunum 1994 - 1997 týndu 11 manns lífi í átökum Hells Angels og Bandidos á Norðurlöndum og þar hefur meirihluti meðlimanna hlotið refsidóma fyrir afbrot. Nokkrir þeirra hafa verið fundnir sekir um morð," segir í skýrslu greiningardeildar. Þar er bent á að lögregla hafi ítrekað skipulagt aðgerðir vegna komu félaga í Hells Angels-samtökunum hingað til lands. Fjölmiðlum hafi verið veittar ítarlegar upplýsingar um aðgerðir þessar og markmið þeirra. „Íslenski vélhjólaklúbburinn Fafner MC-Iceland hefur nú gerst stuðningsklúbbur Hells Angels. Þar með hefur hópur manna, sem ítrekað hefur komist í kast við lögin hér á landi, stofnað til formlegra tengsla við skipulögð, alþjóðleg glæpasamtök," segir greiningardeildin.
Tengdar fréttir Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48 Menn fluttir inn til landsins aðeins til að fremja afbrot Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn“ hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. 1. júlí 2008 14:35 Mest lesið Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Innlent Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Erlent Tvíburarnir fengu ár í viðbót Innlent Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Erlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Fleiri fréttir Tiltekt ríkisstjórnar eins og að taka sokk af gólfi unglings Ingvar aftur kominn í leyfi frá þingstörfum Oddvitarnir ætla sér stóra hluti eftir átta mánuði Loka fyrir heitt vatn vegna leka á Bústaðavegi Tvíburarnir fengu ár í viðbót Hlaut náttúruverndarviðurkenningu Sigríðar í Brattholti Vara við svikapóstum um ólöglegar klámsíður og reikninga frá raforkusölum Baráttunni lauk með íslenskum ríkisborgararétti Er með hugmynd að nafni sem gæti vel gengið Bein útsending: Umhverfisþing 2025 Hells Angels á Íslandi hafi aukið umsvif sín og sýnileika Losnar fyrr og fær ekki að koma aftur í 30 ár Komið gott af borgarmálum og meirihlutaslit hafi engin áhrif Töldu nauðsynlegt að taka fast á Hells Angels og Kourani fær endurkomubann Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Sjá meira
Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48
Menn fluttir inn til landsins aðeins til að fremja afbrot Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn“ hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. 1. júlí 2008 14:35