Menn fluttir inn til landsins aðeins til að fremja afbrot 1. júlí 2008 14:35 MYND/Völundur Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn" hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. Í nýrri skýrslu greiningardeildarinnar um mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi segir að grundvallarbreyting hafi orðið á skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Áður hafi Íslendingar einir haldið uppi skipulagðri glæpastarfsemi með smygli og sölu á fíkniefnum, tóbaki og áfengi. Aukin aðkoma erlendra ríkisborgara að skipulagðri glæpastarfsemi nú þýði breyttan veruleika. Um leið hafi starfsemin tekið til áður óþekktra sviða. Aukin samvinna íslenskra og erlendra glæpahópa Greiningardeildin tekur skýrt fram að því fari víðsfjarri að erlendir ríkisborgarar, búsettir hér á landi eða erlendis, séu ábyrgir fyrir allri þeirri skipulögðu glæpastarfsemi, sem haldið er uppi á Íslandi. Íslenskir glæpahópar séu ekki síður fyrirferðarmiklir á þessu sviði. Þá starfi þessir hópar saman í einhverjum tilvikum. Greiningardeildin telur að sú samvinna muni eflast og verða víðtækari. „Skipulögð glæpastarfsemi er varðar innflutning og sölu fíkniefna, sem og önnur brot sem slíku fylgir, er einn helsti vandi löggæslunnar í nútíð og framtíð. Fíkniefnasmygl getur oftar en ekki af sér annars konar skipulagða glæpastarfsemi. Má þar nefna peningaþvætti, skjalafals, vændi og ógnanir," segir í skýrslu greiningardeilar. Allar upplýsingar bendi til þess að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt á Íslandi og gerist sífellt fjölbreytilegri. Þetta eigi ekki síst við um þá starfsemi austurevrópskra glæpahópa. „Fyrir liggur að austur-evrópskir ríkisborgarar eru „fluttir inn" hingað til lands ýmist til skemmri dvalar eða lengri í þeim tilgangi einum að fremja afbrot. Vísbendingar eru um að þessi starfsemi sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætla," segir greiningardeildin. Skýringin á þessu sögð fjölþjóðlegra samfélag, hnattvæðing og Evrópusamruni. Ný tækifæri hafi skapast á sviði verslunar og viðskipta og það eigi við um ólöglega starfsemi sem löglega. Athafnasvæði glæpahópa renni saman og stækki með sama hætti og landamæri og höft takmarki ekki sem áður lögleg umsvif fyrirtækja og einstaklinga. Greiningardeildin segir að þessar breytingar kalli á ný verkefni fyrir lögreglu og vandasamari. Reynsla lögreglu sé til að mynda að erfitt geti reynst að fá upplýsingar úr samfélagi útlendinga og tefji það oft rannsókn mála. Full ástæða til að óttast vopnaburð hjá glæpahópum Þá segir í skýrslunni að innan hinna austur-evrópsk glæpahópa sem hingað hafa komið og látið til sín taka á íslenskum fíkniefnamarkaði sé að finna harðsvíraða glæpamenn. „Aukin harka setur mark sitt á skipulagða glæpastarfsemi hér á landi, líkt og árás erlendra ofbeldismanna á lögreglumenn í miðborg Reykjavíkur í janúarmánuði 2008 er til vitnis um. Full ástæða er til að óttast að enn aukin harka, þar með talinn vopnaburður, verði viðtekin í íslenskum undirheimum," segir í skýrslunni.Þar segir enn fremur að hætta sé einnig á aukinni hörku milli glæpahópa og hafa beri í huga að möguleikar lögreglu til að bregðast við þessari þróun séu minni en ella þar eð forvirkar rannsóknarheimildir skortir. Tengdar fréttir Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn" hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. Í nýrri skýrslu greiningardeildarinnar um mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi segir að grundvallarbreyting hafi orðið á skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Áður hafi Íslendingar einir haldið uppi skipulagðri glæpastarfsemi með smygli og sölu á fíkniefnum, tóbaki og áfengi. Aukin aðkoma erlendra ríkisborgara að skipulagðri glæpastarfsemi nú þýði breyttan veruleika. Um leið hafi starfsemin tekið til áður óþekktra sviða. Aukin samvinna íslenskra og erlendra glæpahópa Greiningardeildin tekur skýrt fram að því fari víðsfjarri að erlendir ríkisborgarar, búsettir hér á landi eða erlendis, séu ábyrgir fyrir allri þeirri skipulögðu glæpastarfsemi, sem haldið er uppi á Íslandi. Íslenskir glæpahópar séu ekki síður fyrirferðarmiklir á þessu sviði. Þá starfi þessir hópar saman í einhverjum tilvikum. Greiningardeildin telur að sú samvinna muni eflast og verða víðtækari. „Skipulögð glæpastarfsemi er varðar innflutning og sölu fíkniefna, sem og önnur brot sem slíku fylgir, er einn helsti vandi löggæslunnar í nútíð og framtíð. Fíkniefnasmygl getur oftar en ekki af sér annars konar skipulagða glæpastarfsemi. Má þar nefna peningaþvætti, skjalafals, vændi og ógnanir," segir í skýrslu greiningardeilar. Allar upplýsingar bendi til þess að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt á Íslandi og gerist sífellt fjölbreytilegri. Þetta eigi ekki síst við um þá starfsemi austurevrópskra glæpahópa. „Fyrir liggur að austur-evrópskir ríkisborgarar eru „fluttir inn" hingað til lands ýmist til skemmri dvalar eða lengri í þeim tilgangi einum að fremja afbrot. Vísbendingar eru um að þessi starfsemi sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætla," segir greiningardeildin. Skýringin á þessu sögð fjölþjóðlegra samfélag, hnattvæðing og Evrópusamruni. Ný tækifæri hafi skapast á sviði verslunar og viðskipta og það eigi við um ólöglega starfsemi sem löglega. Athafnasvæði glæpahópa renni saman og stækki með sama hætti og landamæri og höft takmarki ekki sem áður lögleg umsvif fyrirtækja og einstaklinga. Greiningardeildin segir að þessar breytingar kalli á ný verkefni fyrir lögreglu og vandasamari. Reynsla lögreglu sé til að mynda að erfitt geti reynst að fá upplýsingar úr samfélagi útlendinga og tefji það oft rannsókn mála. Full ástæða til að óttast vopnaburð hjá glæpahópum Þá segir í skýrslunni að innan hinna austur-evrópsk glæpahópa sem hingað hafa komið og látið til sín taka á íslenskum fíkniefnamarkaði sé að finna harðsvíraða glæpamenn. „Aukin harka setur mark sitt á skipulagða glæpastarfsemi hér á landi, líkt og árás erlendra ofbeldismanna á lögreglumenn í miðborg Reykjavíkur í janúarmánuði 2008 er til vitnis um. Full ástæða er til að óttast að enn aukin harka, þar með talinn vopnaburður, verði viðtekin í íslenskum undirheimum," segir í skýrslunni.Þar segir enn fremur að hætta sé einnig á aukinni hörku milli glæpahópa og hafa beri í huga að möguleikar lögreglu til að bregðast við þessari þróun séu minni en ella þar eð forvirkar rannsóknarheimildir skortir.
Tengdar fréttir Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48 Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Innlent Þingmenn slá Íslandsmet Innlent Fleiri fréttir „Enn sem er komið er er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Sjá meira
Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent