Menn fluttir inn til landsins aðeins til að fremja afbrot 1. júlí 2008 14:35 MYND/Völundur Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn" hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. Í nýrri skýrslu greiningardeildarinnar um mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi segir að grundvallarbreyting hafi orðið á skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Áður hafi Íslendingar einir haldið uppi skipulagðri glæpastarfsemi með smygli og sölu á fíkniefnum, tóbaki og áfengi. Aukin aðkoma erlendra ríkisborgara að skipulagðri glæpastarfsemi nú þýði breyttan veruleika. Um leið hafi starfsemin tekið til áður óþekktra sviða. Aukin samvinna íslenskra og erlendra glæpahópa Greiningardeildin tekur skýrt fram að því fari víðsfjarri að erlendir ríkisborgarar, búsettir hér á landi eða erlendis, séu ábyrgir fyrir allri þeirri skipulögðu glæpastarfsemi, sem haldið er uppi á Íslandi. Íslenskir glæpahópar séu ekki síður fyrirferðarmiklir á þessu sviði. Þá starfi þessir hópar saman í einhverjum tilvikum. Greiningardeildin telur að sú samvinna muni eflast og verða víðtækari. „Skipulögð glæpastarfsemi er varðar innflutning og sölu fíkniefna, sem og önnur brot sem slíku fylgir, er einn helsti vandi löggæslunnar í nútíð og framtíð. Fíkniefnasmygl getur oftar en ekki af sér annars konar skipulagða glæpastarfsemi. Má þar nefna peningaþvætti, skjalafals, vændi og ógnanir," segir í skýrslu greiningardeilar. Allar upplýsingar bendi til þess að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt á Íslandi og gerist sífellt fjölbreytilegri. Þetta eigi ekki síst við um þá starfsemi austurevrópskra glæpahópa. „Fyrir liggur að austur-evrópskir ríkisborgarar eru „fluttir inn" hingað til lands ýmist til skemmri dvalar eða lengri í þeim tilgangi einum að fremja afbrot. Vísbendingar eru um að þessi starfsemi sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætla," segir greiningardeildin. Skýringin á þessu sögð fjölþjóðlegra samfélag, hnattvæðing og Evrópusamruni. Ný tækifæri hafi skapast á sviði verslunar og viðskipta og það eigi við um ólöglega starfsemi sem löglega. Athafnasvæði glæpahópa renni saman og stækki með sama hætti og landamæri og höft takmarki ekki sem áður lögleg umsvif fyrirtækja og einstaklinga. Greiningardeildin segir að þessar breytingar kalli á ný verkefni fyrir lögreglu og vandasamari. Reynsla lögreglu sé til að mynda að erfitt geti reynst að fá upplýsingar úr samfélagi útlendinga og tefji það oft rannsókn mála. Full ástæða til að óttast vopnaburð hjá glæpahópum Þá segir í skýrslunni að innan hinna austur-evrópsk glæpahópa sem hingað hafa komið og látið til sín taka á íslenskum fíkniefnamarkaði sé að finna harðsvíraða glæpamenn. „Aukin harka setur mark sitt á skipulagða glæpastarfsemi hér á landi, líkt og árás erlendra ofbeldismanna á lögreglumenn í miðborg Reykjavíkur í janúarmánuði 2008 er til vitnis um. Full ástæða er til að óttast að enn aukin harka, þar með talinn vopnaburður, verði viðtekin í íslenskum undirheimum," segir í skýrslunni.Þar segir enn fremur að hætta sé einnig á aukinni hörku milli glæpahópa og hafa beri í huga að möguleikar lögreglu til að bregðast við þessari þróun séu minni en ella þar eð forvirkar rannsóknarheimildir skortir. Tengdar fréttir Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn" hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. Í nýrri skýrslu greiningardeildarinnar um mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi segir að grundvallarbreyting hafi orðið á skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Áður hafi Íslendingar einir haldið uppi skipulagðri glæpastarfsemi með smygli og sölu á fíkniefnum, tóbaki og áfengi. Aukin aðkoma erlendra ríkisborgara að skipulagðri glæpastarfsemi nú þýði breyttan veruleika. Um leið hafi starfsemin tekið til áður óþekktra sviða. Aukin samvinna íslenskra og erlendra glæpahópa Greiningardeildin tekur skýrt fram að því fari víðsfjarri að erlendir ríkisborgarar, búsettir hér á landi eða erlendis, séu ábyrgir fyrir allri þeirri skipulögðu glæpastarfsemi, sem haldið er uppi á Íslandi. Íslenskir glæpahópar séu ekki síður fyrirferðarmiklir á þessu sviði. Þá starfi þessir hópar saman í einhverjum tilvikum. Greiningardeildin telur að sú samvinna muni eflast og verða víðtækari. „Skipulögð glæpastarfsemi er varðar innflutning og sölu fíkniefna, sem og önnur brot sem slíku fylgir, er einn helsti vandi löggæslunnar í nútíð og framtíð. Fíkniefnasmygl getur oftar en ekki af sér annars konar skipulagða glæpastarfsemi. Má þar nefna peningaþvætti, skjalafals, vændi og ógnanir," segir í skýrslu greiningardeilar. Allar upplýsingar bendi til þess að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt á Íslandi og gerist sífellt fjölbreytilegri. Þetta eigi ekki síst við um þá starfsemi austurevrópskra glæpahópa. „Fyrir liggur að austur-evrópskir ríkisborgarar eru „fluttir inn" hingað til lands ýmist til skemmri dvalar eða lengri í þeim tilgangi einum að fremja afbrot. Vísbendingar eru um að þessi starfsemi sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætla," segir greiningardeildin. Skýringin á þessu sögð fjölþjóðlegra samfélag, hnattvæðing og Evrópusamruni. Ný tækifæri hafi skapast á sviði verslunar og viðskipta og það eigi við um ólöglega starfsemi sem löglega. Athafnasvæði glæpahópa renni saman og stækki með sama hætti og landamæri og höft takmarki ekki sem áður lögleg umsvif fyrirtækja og einstaklinga. Greiningardeildin segir að þessar breytingar kalli á ný verkefni fyrir lögreglu og vandasamari. Reynsla lögreglu sé til að mynda að erfitt geti reynst að fá upplýsingar úr samfélagi útlendinga og tefji það oft rannsókn mála. Full ástæða til að óttast vopnaburð hjá glæpahópum Þá segir í skýrslunni að innan hinna austur-evrópsk glæpahópa sem hingað hafa komið og látið til sín taka á íslenskum fíkniefnamarkaði sé að finna harðsvíraða glæpamenn. „Aukin harka setur mark sitt á skipulagða glæpastarfsemi hér á landi, líkt og árás erlendra ofbeldismanna á lögreglumenn í miðborg Reykjavíkur í janúarmánuði 2008 er til vitnis um. Full ástæða er til að óttast að enn aukin harka, þar með talinn vopnaburður, verði viðtekin í íslenskum undirheimum," segir í skýrslunni.Þar segir enn fremur að hætta sé einnig á aukinni hörku milli glæpahópa og hafa beri í huga að möguleikar lögreglu til að bregðast við þessari þróun séu minni en ella þar eð forvirkar rannsóknarheimildir skortir.
Tengdar fréttir Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48 Mest lesið Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Innlent Þórdís Lóa ætlar ekki fram Innlent Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Innlent Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Erlent Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Erlent Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Innlent Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Innlent Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Innlent Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ Erlent Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Innlent Fleiri fréttir Ætlar sér formennsku hjá ungum Sjálfstæðismönnum Úr inniskónum og yfir í hringiðu heimsmálanna Þórdís Lóa ætlar ekki fram Ölvaðir og í annarlegu ástandi Farmur flugvélaeldsneytis hafi ekki uppfyllt gæðastaðla Þjófur fúlsaði við málverkunum en tók nóg af bjór Veit um fjögur sjálfsvíg tengd gervigreind Enn deilt um sameiningu: „Í raun sé verið að leggja niður Háskólann á Akureyri“ Vill drónavarnir á Íslandi Fannar bæjarstjóri kveður Grindavík Sundlauginni í Reykholti í Bláskógabyggð lokað í eitt ár Lögreglan vilji kæfa glæpahópa í fæðingu Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Sjá meira
Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48