Menn fluttir inn til landsins aðeins til að fremja afbrot 1. júlí 2008 14:35 MYND/Völundur Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn" hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. Í nýrri skýrslu greiningardeildarinnar um mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi segir að grundvallarbreyting hafi orðið á skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Áður hafi Íslendingar einir haldið uppi skipulagðri glæpastarfsemi með smygli og sölu á fíkniefnum, tóbaki og áfengi. Aukin aðkoma erlendra ríkisborgara að skipulagðri glæpastarfsemi nú þýði breyttan veruleika. Um leið hafi starfsemin tekið til áður óþekktra sviða. Aukin samvinna íslenskra og erlendra glæpahópa Greiningardeildin tekur skýrt fram að því fari víðsfjarri að erlendir ríkisborgarar, búsettir hér á landi eða erlendis, séu ábyrgir fyrir allri þeirri skipulögðu glæpastarfsemi, sem haldið er uppi á Íslandi. Íslenskir glæpahópar séu ekki síður fyrirferðarmiklir á þessu sviði. Þá starfi þessir hópar saman í einhverjum tilvikum. Greiningardeildin telur að sú samvinna muni eflast og verða víðtækari. „Skipulögð glæpastarfsemi er varðar innflutning og sölu fíkniefna, sem og önnur brot sem slíku fylgir, er einn helsti vandi löggæslunnar í nútíð og framtíð. Fíkniefnasmygl getur oftar en ekki af sér annars konar skipulagða glæpastarfsemi. Má þar nefna peningaþvætti, skjalafals, vændi og ógnanir," segir í skýrslu greiningardeilar. Allar upplýsingar bendi til þess að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt á Íslandi og gerist sífellt fjölbreytilegri. Þetta eigi ekki síst við um þá starfsemi austurevrópskra glæpahópa. „Fyrir liggur að austur-evrópskir ríkisborgarar eru „fluttir inn" hingað til lands ýmist til skemmri dvalar eða lengri í þeim tilgangi einum að fremja afbrot. Vísbendingar eru um að þessi starfsemi sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætla," segir greiningardeildin. Skýringin á þessu sögð fjölþjóðlegra samfélag, hnattvæðing og Evrópusamruni. Ný tækifæri hafi skapast á sviði verslunar og viðskipta og það eigi við um ólöglega starfsemi sem löglega. Athafnasvæði glæpahópa renni saman og stækki með sama hætti og landamæri og höft takmarki ekki sem áður lögleg umsvif fyrirtækja og einstaklinga. Greiningardeildin segir að þessar breytingar kalli á ný verkefni fyrir lögreglu og vandasamari. Reynsla lögreglu sé til að mynda að erfitt geti reynst að fá upplýsingar úr samfélagi útlendinga og tefji það oft rannsókn mála. Full ástæða til að óttast vopnaburð hjá glæpahópum Þá segir í skýrslunni að innan hinna austur-evrópsk glæpahópa sem hingað hafa komið og látið til sín taka á íslenskum fíkniefnamarkaði sé að finna harðsvíraða glæpamenn. „Aukin harka setur mark sitt á skipulagða glæpastarfsemi hér á landi, líkt og árás erlendra ofbeldismanna á lögreglumenn í miðborg Reykjavíkur í janúarmánuði 2008 er til vitnis um. Full ástæða er til að óttast að enn aukin harka, þar með talinn vopnaburður, verði viðtekin í íslenskum undirheimum," segir í skýrslunni.Þar segir enn fremur að hætta sé einnig á aukinni hörku milli glæpahópa og hafa beri í huga að möguleikar lögreglu til að bregðast við þessari þróun séu minni en ella þar eð forvirkar rannsóknarheimildir skortir. Tengdar fréttir Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Greiningardeild Ríkislögreglusstjóra segir að fyrir liggi að austur-evrópskir ríkisborgarar séu „fluttir inn" hingað til lands í þeim einum tilgangi að fremja afbrot. Vísbendingar séu um að starfsemi skipulagðra erlendra glæpahópa sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætlað. Í nýrri skýrslu greiningardeildarinnar um mat á hættu á hryðjuverkum og skipulagðri glæpastarfsemi segir að grundvallarbreyting hafi orðið á skipulagðri glæpastarfsemi hér á landi. Áður hafi Íslendingar einir haldið uppi skipulagðri glæpastarfsemi með smygli og sölu á fíkniefnum, tóbaki og áfengi. Aukin aðkoma erlendra ríkisborgara að skipulagðri glæpastarfsemi nú þýði breyttan veruleika. Um leið hafi starfsemin tekið til áður óþekktra sviða. Aukin samvinna íslenskra og erlendra glæpahópa Greiningardeildin tekur skýrt fram að því fari víðsfjarri að erlendir ríkisborgarar, búsettir hér á landi eða erlendis, séu ábyrgir fyrir allri þeirri skipulögðu glæpastarfsemi, sem haldið er uppi á Íslandi. Íslenskir glæpahópar séu ekki síður fyrirferðarmiklir á þessu sviði. Þá starfi þessir hópar saman í einhverjum tilvikum. Greiningardeildin telur að sú samvinna muni eflast og verða víðtækari. „Skipulögð glæpastarfsemi er varðar innflutning og sölu fíkniefna, sem og önnur brot sem slíku fylgir, er einn helsti vandi löggæslunnar í nútíð og framtíð. Fíkniefnasmygl getur oftar en ekki af sér annars konar skipulagða glæpastarfsemi. Má þar nefna peningaþvætti, skjalafals, vændi og ógnanir," segir í skýrslu greiningardeilar. Allar upplýsingar bendi til þess að skipulögð glæpastarfsemi færist í vöxt á Íslandi og gerist sífellt fjölbreytilegri. Þetta eigi ekki síst við um þá starfsemi austurevrópskra glæpahópa. „Fyrir liggur að austur-evrópskir ríkisborgarar eru „fluttir inn" hingað til lands ýmist til skemmri dvalar eða lengri í þeim tilgangi einum að fremja afbrot. Vísbendingar eru um að þessi starfsemi sé mun umfangsmeiri en flestir höfðu ætla," segir greiningardeildin. Skýringin á þessu sögð fjölþjóðlegra samfélag, hnattvæðing og Evrópusamruni. Ný tækifæri hafi skapast á sviði verslunar og viðskipta og það eigi við um ólöglega starfsemi sem löglega. Athafnasvæði glæpahópa renni saman og stækki með sama hætti og landamæri og höft takmarki ekki sem áður lögleg umsvif fyrirtækja og einstaklinga. Greiningardeildin segir að þessar breytingar kalli á ný verkefni fyrir lögreglu og vandasamari. Reynsla lögreglu sé til að mynda að erfitt geti reynst að fá upplýsingar úr samfélagi útlendinga og tefji það oft rannsókn mála. Full ástæða til að óttast vopnaburð hjá glæpahópum Þá segir í skýrslunni að innan hinna austur-evrópsk glæpahópa sem hingað hafa komið og látið til sín taka á íslenskum fíkniefnamarkaði sé að finna harðsvíraða glæpamenn. „Aukin harka setur mark sitt á skipulagða glæpastarfsemi hér á landi, líkt og árás erlendra ofbeldismanna á lögreglumenn í miðborg Reykjavíkur í janúarmánuði 2008 er til vitnis um. Full ástæða er til að óttast að enn aukin harka, þar með talinn vopnaburður, verði viðtekin í íslenskum undirheimum," segir í skýrslunni.Þar segir enn fremur að hætta sé einnig á aukinni hörku milli glæpahópa og hafa beri í huga að möguleikar lögreglu til að bregðast við þessari þróun séu minni en ella þar eð forvirkar rannsóknarheimildir skortir.
Tengdar fréttir Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48 Mest lesið Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Hætta á hryðjuverkum lítil - aukin umsvif erlendra glæpahópa Hætta á hryðjuverkum hér á landi er lítil en umsvif skipulagðra erlendra glæpahópa eru vaxandi hér á landi samkvæmt mati greiningardeildar ríkislögreglustjóra. 1. júlí 2008 13:48