Erlent

Bandarískt öryggisfyrirtæki neitar að hafa banað saklausum íröskum borgurum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það er sannarlega allt í hers höndum í Írak.
Það er sannarlega allt í hers höndum í Írak. Mynd/ AFP
Bandaríska öryggisfyrirtækið Blackwater sem sér um að vernda bandaríska erindreka í Írak neitar því að hafa smyglað vopnum þangað til lands. Fyrirtækið sendi frá sér yfirlýsingu vegna þessa máls í dag. Bandarísk stjórnvöld kanna nú hvort fyrirtækið hafi sent óskráð vopn og búnað til Íraks. Hugsanlegt er að vopnin hafi verið notuð af íröskum hryðjuverkahópi.

Írösk stjórnvöld kenna Blakwater fyrirtækið um skotbardaga í Bagdad síðastliðinn sunnudag sem kostaði 11 óbreytta borgara lífið. Talsmenn fyrirtækisins neita þessum ásökunum og bera við sjálfsvörn. Innanríkisráðherra Íraka hafnar þessum skýringum og segir að verið sé að kanna aðild Blackwater að sex öðrum atvikum sem leiddu til dauða að minnsta kosti tíu íraskra borgara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×