Erlent

:-) 25 ára í dag

Scott Fahlman brosir framan í heiminn.
Scott Fahlman brosir framan í heiminn. MYND/Internetið

Broskallinn góðlegi sem hóf líf sitt sem tölvutákn er 25 ára í dag. Glaðlegi kallinn sem birtist yfirleitt á hlið er nú notaður í milljörðum tölvupósta á degi hverjum. Hann var skapaður af prófessor Scott Fahlman, tölvusérfræðingi í Pittsburg í Bandaríkjunum.

Fahlman var fyrstur til að nota tvípunkt á undan bandstriki og sviga og sendi þannig brosandlit í tölvuskeytum.

Síðan þá hafa mörg afbrigði þróast, blikkkallinn ;-) leiði kallinn :-( geispandi kallinn :-O og hissa kallinn 8-O auk fjölda annarra með eða án kúlunefs ;o)

Í viðtali við The Sun segir Fahlman að hann kunni besti við gamla :-) hann taki hann fram yfir nútíma útfærslu á brosandlitinu sem „skemmi duttlungafulla eiginleika frummyndarinnar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×