Erlent

Gullhornin fundin-fjögur handtekin

Lögreglan í Danmörku hefur fundið Gullhorn þau sem stolið var um síðustu helgi og hefur handtekið fjóra, tvo karla og tvær konur vegna málsins. Einnig hefur fundist 9000 ára gamall rafskartgripur í líki skógarbjörns úr innbrotinu.

Fólkið sem hér um ræðir er á aldrinum 19 til 46 ára og handtók lögreglan þrenmt þeirra í bænum Hovegard og annan mannanna í Árósum. Á blaðamannafundi lögreglunnar sem vasr að ljúka kom m.a. fram að hornin og björninn hefðu fundist við leit í húsi í Hovegard.  

Gullhornin eru eitt af þjóðardjásnum Danmerkur en þeim var fyrst stolið og þau brædd upp árið 1802. Gullhornunum sem nú var stolið eru eftirmyndir sem gerðar voru eftir teikningum af hinum upprunalegu gripum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×