Erlent

Uppreisnarmenn í Nígeríu rjúfa vopnahlé

Uppreisnarmenn í Nígeríu.
Uppreisnarmenn í Nígeríu. MYND/AFP
Uppreisnarmenn á Deltasvæðinu í Nígeríu sem ríkt er af olíu hafa tilkynnt að frá miðnætti muni þeir ekki virða vopnahlé sem verið hefur í gildi. Árásir munu þá hefjast að nýju á olíuvinnslustöðvar. Þá hóta uppreisnarmennirnir frekari mannránum á starfsmönnum við olíuvinnslu á svæðinu. Uppreisnarmennirnir vilja að íbúar við Níger-árósa fái stærri hlut af olíuágóðanum,en svæðið er helsta olíuframleiiðslusvæði landsins. Nígería er stærsta olíuframleiðsluríki í Afríku og það áttunda stærsta í heimi.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×