Erlent

Hass aftur selt fyrir opnum tjöldum í Kristjaníu

Þrátt fyrir miklar og ítrekaðar aðgerðir lögreglunnar er hass nú aftur selt fyrir opnum tjöldum í Kristjaníu í Kaupmannahöfn. Lögreglan kallar eftir því að stjórnmálamenn grípi inn í málið.

Sjónvarpsstöðin TV2 fór um Kristjaníu með falda myndavél og samkvæmt frétt TV2 kemur í ljós að fáir fara í felur með kaup og sölu á hassi þessa dagana.

Lars Haugaard varalögreglustjóri Kaupmannahafnar segir í samtali við TV2 að þótt lögreglan væri með razzíu á hverjum degi í einn mánuð á staðnum væri hasssalan aftur komin í gang á 32. degi. Hann segir aðgerðir lögreglu gegn hasssölunni vera gagnslausar.

Sökum þessa vill lögreglan að stjórnmálamenn móti aðgerðir sem dugi til að stoppa hasssöluna. Lögreglan geti það ekki með þeim ráðum sem hingað til hafa verið notuð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×