Erlent

Hundruð landnemaíbúða á teikniborðinu í Ísrael

Stjórnvöld í Ísrael kynntu í dag áætlanir um byggingu rúmlega sjö hundruð nýrra íbúða fyrir ísraelska landnema á herteknum svæðum Palestínumanna.

Talsmenn heimastjórnar Palestínumanna segja að þessar áætlanir gangi þvert gegn friðarferlinu fyrir botni Miðjarðarhafs, sem nú er nýhafið aftur eftir langt hlé. Stjórnvöld í Ísrael segja að byggingarframkvæmdirnar séu á landi sem tilheyri Jerúsalemborg og þau muni ekki stöðva þær.

Samningafundur á að fara fram á morgun en talsmenn Palestínumanna segja að þeir muni ekki ræða við Ísraela af neinni alvöru fyrr en þeir hætti öllum framkvæmdum sem ganga gegn svokölluðum Vegvísi til friðar, sem Bush Bandaríkjaforseti setti fram og báðir aðilar hafa samþykkt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×