Erlent

Flokkur Taksin vann yfirburðasigur í tælensku kosningunum

Flokkur Taksin Shinawatra, fyrrum forsætisráðherra Tælands, vann yfirburðasigur í þingkosningum í Tælandi í dag.

Tælenski herinn steypti Shinawatra í fyrra. Hann flýði til Bretlands en talið er að hann fylgist með úrslitum kosninganna í Hong Kong. Enn er ekki ljóst hvort flokkur hans fær hreinan meirihluta á þingi eða hvort hann þarf að semja við annan minni flokk til að ná völdum.

Þá er alls óvíst að herinn leyfi endurkomu Shinawatra, sem var sakaður um spillingu á fyrri valdaferli. Búist er við úrslitum fyrir miðnætti að tælenskum tíma, þegar klukkan er fimm síðdegis hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×