Erlent

Chavez segir Kólumbíuforseta áhugalausan um lausn gísla

Hugo Chavez forseti Venesúela gagnrýndi stjórnvöld í Kólumbíu í gær fyrir áhugaleysi á að fá gísla lausa úr haldi vinstrisinnaðra skæruliuða. Chavez sagði að Alvaro Uribe forseti Kólumbíu hefði sjálfur bundið enda á ferli sem hefði getað endað í lausn gíslanna.

Chavez hefur undanfarið haft milligöngu í gíslatökumálum. Skæruliðar segjast munu leysa aðstoðarkonu Ingrid Betancourt fyrrum forsetaframbjóðanda í Kólumbíu úr haldið ásamt með ungum syni hennar.

Betancourt verður hins vegar áfram í haldi þeirra. Henni var rænt árið 2001.

Skæruliðar segjast reiðubúnir að sleppa 46 þekktum gíslum, sem þeir halda, gegn því að yfirvöld í Kólumbíu leysi hundruð skæruliða úr haldi í staðinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×