Erlent

Stolið verk eftir Picasso var ekki tryggt

Starfsmenn nútímalistasafns í Brasilíu, þar sem tveimur verðmætum málverkum var stolið, segja að málverkin hafi ekki verið tryggð.

Þjófar stálu verki eftir Picasso og brasilíska listamanninn Candido Portinari í djarfri árás rétt fyrir dögun fyrr í vikunni. Starfsmenn segja að öryggiskerfið hafi ekki virkað og öryggismyndavélar hafi aðeins sýnt óskýrar myndir af ráninu.

Í safninu eru einnig myndir eftir Renoir, Van Gogh og Modigliani. Málverkið eftir Picasso er metið á um 300 milljónir króna og verkið eftir Candido á um þrjátíu milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×