Erlent

Talið að 50 hafi látist

Talið er að allt að 50 hafi látið lífið í sjálfsmorðsárás í Pakistan í morgun. Árásin var gerð í mosku í norðurhluta landsins. Enn er ekki ljóst hve margir slösuðust en óttast er að dánartalan geti hækkað. Engin hefur lýst árásinni á hendur sér en Talibanar hafa aukið áhrif sín á svæðinu síðustu misseri og hefur ítrekað komið til bardaga á milli þeirra og stjórnarhermanna.

Fyrrverandi innanríkisráðherra landsins, Aftab Sherpao var í moskunni þegar árásin var gerð og er talið að sprengjan hafi verið ætluð honum. Hann er náinn stuðningsmaður Pervez Musharraf og er þetta í annað sinn á árinu sem honum er sýnt banatilræði. Ráðherrann slapp ómeiddur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×