Erlent

Rændu verðmætu Picasso málverki

Pablo Picasso
Pablo Picasso

Þjófar brutust inn í Sao Paulo safnið í Brasilíu í morgun og höfðu á brott með sér málverk eftir Pablo Picasso. Ránið stóð í þrjár mínútur og virtist vel skipulagt.

"Þjófarnir stálu andlitsmynd Picasso af Suzanne Bloch sem er eitt verðmætasta málver safnsins," sagði talsmaður Sao Paulo safnsins, Eduardo Cosomano.

"Þetta rán var framið af vel skipulögðum fagmönnum sem vissu nákvæmlega hvað þeir voru að gera," sagði Marcos Gomes de Moura, sem stýrir lögreglurannsókninni.

Hann sagði að eftirlitsmyndavél sýndi þrjá menn fara inn í safnið en að lítið annað sæist. Lögreglu grunar að fjórði maðurinn hafi beðið fyrir utan og staðið vakt.

Ránið var framið klukkan 5 um morgunin, á sama tíma og vaktaskipti voru hjá næturvörðunum sem eiga að gæta málverkanna.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×