Erlent

Fundu pyntingaklefa al-Kaída liða

Bandarískar og íraskar hersveitir hafa fundið fjöldan allann af pyntingaklefum sem notaðir voru af al-Kaída samtökunum. Hersveitirnar fundu þessa klefa í grennd við Muqdadiya í Diyala héraði. Þá var að finna í þremur byggingum og í þeim öllum var að finna keðjur á veggjum ásamt stálbeddum sem tengdir voru við litla rafstöð.

Skammt frá byggingunum fannst fjöldagröf með 26 líkum.

Í Diyala hefur andstæðan við bandarískt herlið verið afar hörð undanafarið og er héraðið orðið eitt sterkasta vígi uppreisnarmanna. Þangað hafa safnast uppreisnarmenn frá Anbar héraði og frá Bagdad eftir að Bandaríkjastjórn fjölgaði í herliðinu þar.

Í fréttatilkynningu frá bandaríska hernum sem birt var í dag segir:

Upplýsingar sem fengust frá íröskum borgurum leiddu bandarískar hersveitir að bækistöðvum al-Kaída í héraðinu. Verksummerki benda til að þar hafi verið stundaðar skipulagðar pyntingar.

Hersveitirnar fundu upphaflega aðeins nokkra fangaklefa. Skammt þar frá fannst hinsvegar fjöldagröf sem í voru 26 lík. Annars staðar á svæðinu fundust svo pyntingaklefar.

Í fréttatilkynningunni segir einnig að eftir 24 meðlimir al-Kaída hafi verið drepnir í þegar ráðist var á bækistöðvarnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×