Frystir aftur í samskiptum Norður- og Suður-Kóreu? 20. desember 2007 13:26 Útlit er fyrir að aftur frysti í samskiptum Norður- og Suður-Kóreu eftir þýðu síðustu misserin. Verðandi forseti Suður-Kóreu er ákveðinn í því að Norður-Kóreumenn láti af öllum draumum um kjarnorkuvopn. Lee Myung-bak sigraði með yfirburðum en þrír voru í framboði. Lee fékk tæplega helming greiddra atkvæða en Chung Dong-young, frambjóðandi stjórnarflokks Roh Moo-hyun, fráfarandi forseta, fékk rétt rúm tuttugu og sex prósent. Íhaldsmenn hafa engu ráðið í Suður-Kóreu í áratug en flokkur Lee fær nú völdin aftur. Lee er sagður harður í horn að taka enda með viðurnefnið "jarðýtan". Hann er fyrrverandi stjórnandi hjá Hyundai. Hann er langt frá því óumdeildur. Í kosningabaráttunni var hann sakaður um óheiðarleika í viðskiptum en það virtist ekki draga úr stuðningi við hann. Nokkrum dögum áður en kjósendur gengu að kjörborðinu samþykkti þing landsins að óháð rannsóknarnefnd yrði skipuð til að fara í saumana á hlutabréfaviðskiptum Lees og kanna hvort eitthvað gruggugt hafi átt sér þar stað. Þeirri rannsókn á að vera lokið fyrir lok febrúar þegar Lee tekur við embætti. Í kosningabaráttunni voru það efnahagsmál sem réðu mestu í umræðunni en ekki ógnin úr norðri og samskiptin við Norður-Kóreu líkt og oft áður. Lee hét því að laða erlenda fjárfesta að landinu og fjölga þar með störfum. Hann hefur þó ekki leitt Norður-Kóreu og kjarnorkuáætlanir þeirra hjá sér. Hann ætlar sér að taka á ráðamönnum í Pyongjang af hörku og óttast margir að nú eigi eftir að frysta eftir nokkra þýðu í samskiptum ríkjanna síðustu misserin. Á blaðamannafundi í morgun sagði Lee að fyrri stjórnir hefðu verið ragar við að gagnrýna Norður-Kóreumenn og reynt einhliða að friðþægja þá. Því ætli hann að breyta. Ekkert verði af fullu samstarfi á sviði efnahagsmála nema kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumanna verði að fullu og öllu lögð á hilluna. Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira
Útlit er fyrir að aftur frysti í samskiptum Norður- og Suður-Kóreu eftir þýðu síðustu misserin. Verðandi forseti Suður-Kóreu er ákveðinn í því að Norður-Kóreumenn láti af öllum draumum um kjarnorkuvopn. Lee Myung-bak sigraði með yfirburðum en þrír voru í framboði. Lee fékk tæplega helming greiddra atkvæða en Chung Dong-young, frambjóðandi stjórnarflokks Roh Moo-hyun, fráfarandi forseta, fékk rétt rúm tuttugu og sex prósent. Íhaldsmenn hafa engu ráðið í Suður-Kóreu í áratug en flokkur Lee fær nú völdin aftur. Lee er sagður harður í horn að taka enda með viðurnefnið "jarðýtan". Hann er fyrrverandi stjórnandi hjá Hyundai. Hann er langt frá því óumdeildur. Í kosningabaráttunni var hann sakaður um óheiðarleika í viðskiptum en það virtist ekki draga úr stuðningi við hann. Nokkrum dögum áður en kjósendur gengu að kjörborðinu samþykkti þing landsins að óháð rannsóknarnefnd yrði skipuð til að fara í saumana á hlutabréfaviðskiptum Lees og kanna hvort eitthvað gruggugt hafi átt sér þar stað. Þeirri rannsókn á að vera lokið fyrir lok febrúar þegar Lee tekur við embætti. Í kosningabaráttunni voru það efnahagsmál sem réðu mestu í umræðunni en ekki ógnin úr norðri og samskiptin við Norður-Kóreu líkt og oft áður. Lee hét því að laða erlenda fjárfesta að landinu og fjölga þar með störfum. Hann hefur þó ekki leitt Norður-Kóreu og kjarnorkuáætlanir þeirra hjá sér. Hann ætlar sér að taka á ráðamönnum í Pyongjang af hörku og óttast margir að nú eigi eftir að frysta eftir nokkra þýðu í samskiptum ríkjanna síðustu misserin. Á blaðamannafundi í morgun sagði Lee að fyrri stjórnir hefðu verið ragar við að gagnrýna Norður-Kóreumenn og reynt einhliða að friðþægja þá. Því ætli hann að breyta. Ekkert verði af fullu samstarfi á sviði efnahagsmála nema kjarnorkuáætlun Norður-Kóreumanna verði að fullu og öllu lögð á hilluna.
Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent „Kennarar eiga ekki að vera í einhverjum lögguhlutverki“ Innlent Læknir nýtti sér sjúkraskrár til að afla viðskiptavina Innlent Gunnfaxi ekki á safnið nema annar þristur fáist á sandinn Innlent Setti byssukúlu í póstkassa: „Næsta kemur ekki í umslagi“ Innlent Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Erlent Stefnir Hödd vegna ásökunar um nauðgun Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Lögreglan vill ná tali af þremur mönnum Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Sjá meira