Erlent

Rúmlega fimmtíu fórust í lestarslysi í Pakistan

MYND/AP

Fleiri en fimmtíu fórust í suðurhluta Pakistans í gærkvöldi þegar járnbrautarlest með tólf vagna í eftirdragi fór út af teinunum. Hraðlestin var troðfull af farþegum sem voru á heimleið frá íslamskri hátíð sem haldin var í Lahore.

Björgunarmönnum gekk illa að ná til fólks sem fast var í vögnunum en sumir þeirra lentu í vatni. Mörgum klukkustundum eftir slysið voru enn tugir manna fastir í brakinu.

Ekki er ljóst hvað olli slysinu en fréttariatarar BBC í landinu segja ástæðu þess að svo margir fórust vera þá að lestir í Pakistan séu ávallt yfirfullar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×