Erlent

Danir féllu fyrir hendi breskra hermanna

Danska varnarmálaráðuneytið birti í dag niðurstöður rannsóknar á tildrögum þess að tveir danskir hermenn létu lífið við skyldustörf í Helmand héraði í Afgansistan þann 26.september síðastliðinn.

Niðurstöðurnar eru á þá leið að mennirnir, Mikkel Keil Sorensen og Thorbjorn Ole Reese, hafi fyrir mistök orðið fyrir árás breskra hersveita.

Breska varnarmálaráðuneytið hefur þegar brugðist við þessu og heitið því að framkvæma sína eigin rannsókn á málinu.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×