Erlent

Ísbrú vekur athygli á lofslagsbreytingum

Brú skorin úr ísklump var afhjúpuð fyrir utan höfuðstöðvar Sameinuðu þjóðanna í New York í gær.

Norski listamaðurinn Vebjörn Sand hannaði brúnna og bjó hana til. Sand segist hafa verið innblásin af brúarhönnun Leonardos da Vincis frá 1502. Búist er við að brúin sem er rúmlega níu metra há bráðni á viku. Sand segir það táknrænt enda verkinu ætlað að vekja athygli á loftslagsbreytingum og hlýnun jarðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×