Erlent

Þrælahaldarar á Manhattan sakfelldir

Eiginmaðurinn kemur fyrir dóm.
Eiginmaðurinn kemur fyrir dóm.

Hjón búsett á Manhattan í New York voru í gær sakfelld fyrir þrælahald en þau voru ákærð fyrir að fara með tvær Indónesískar vinnukonur eins og þræla. Réttarhöldin hafa vakið mikla athygli í borginni og þegar dómarinn kvað upp úrskurðinn í gær leið yfir eiginkonuna.

Hjónin fluttu konurnar sjálf inn frá Indónesíu og lofuðu þeim 200 dollurum á mánuði í laun. En þegar þær voru komnar til New York tóku hjónin vegabréf þeirra og sættu margvíslegu harðræði og pyntingum á heimili hjónanna í mörg ár. Það var ekki fyrr en önnur konan náði að flýja úr prísundinni að málið komst upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×