Erlent

Rússar láta Írana fá kjarnorkueldsneyti

Rússar hafa afhent Írönum fyrstu sendinguna af kjarnorkueldsneyti sem ætlað er að knýja raforkuver í landinu. Eldsneytið var afhent um helgina og segjast Rússar hafa skriflegt loforð frá Írönum um að þeir lofi að nota eldsneytið aðeins til raforkuframleiðslu en ekki til þróunar kjarnavopna.

Talið var um tíma að þetta gæti þýtt að Íranar ætluðu sér að hætta auðgun úrans en yfirvöld þar í landi tilkynntu í morgun að engin breyting yrði á kjarnorkuáætlunum þeirra.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×