Erlent

Bandaríkjamenn gáfu ekki heimild til loftárása

Bandaríkjamenn hafa neitað því að hafa gefið Tyrkjum leyfi til loftárása á búðir Kúrískra uppreisnarmanna í Írak. Bandaríska Sendiráðið í Bagdad sendi frá sér yfirlýsingu þar sem segir að herforingjar bandaríkjahers í Írak hafi ekki lagt blessun sína yfir loftárásirnar sem framkvæmdar voru í gær.

Sendiráðið segir þó að Tyrkir hafi látið vita fyrirfram að þeir hyggðust framkvæma árásirnar sem voru gerðar á þorp Kúrda í Norður Írak í gær. Þessi yfirlýsing er þvert á þau skilaboð sem komið hafa frá Tyrkjum sem segjast hafa haft heimild frá Bandaríkjamönnum til þess að gera loftárásirnar.

Yfirvöld í Írak segja að tíu þorp við landamæri íraks og Tyrklands hafi orðið fyrir sprengjum í gær og að ein kona haf látist. PKK, verkamannaflokkur Kúrda sem berst fyrir sjálfstæði, segir hin vegar að sjö hafi látist í árásunum hið minnsta. Írakar kölluðu Tyrkneska sendiherran í Bagdad á sinn fund og kröfðust þess að árásunum yrði hætt þegar í stað.

Tyrkir hafa síðustu mánuðu farið inn fyrir landamæri Íraks og gert árásir á upreisnarmenn úr röðum Kúrda en þetta mun vera í fyrsta sinn sem loftárásum er beitt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×