Erlent

Bandarísk blaðakona föst á Hótel Borg

Hótel Borg
Hótel Borg

Bandarísk blaðakona sem ætlaði að stoppa stutt og skoða jökla á leiðinni frá Osló í vikunni sat föst á hóteli herbergi í Reykjavík í nokkra daga.

Laurie David er blaðakona hjá Huffington Post og ætlaði að skoða jökla á leið sinni frá Osló. Sem betur fer pakkaði hún mikið af hlýjum peysum niður en í grein sinni fer hún yfir ferðasöguna sem er nokkuð skondin.

Við grípum niður í ferðasöguna.

Ferðin frá flugvellinum til Reykjavíkur var nokkuð ógnvekjandi, rigningin var mikil og rokið nokkuð. „Þetta er smá stormur, okkar annar á fáeinum dögum," sagði Gummi yndislegi bílstjórinn minn. „Þetta verður ekkert mál, við förum á jökulinn á morgun."

Að sjálfsögðu var veðrið helmingi verra daginn eftir. Ég sat inni á herberginu mínu á Hótel Borg eiginlega allan daginn.

Eftir þennan dag var Laurie farin að hafa áhyggjur af fluginu sínu sem átti að vera daginn eftir. Hún fór því niður og talaði við strákinn í afgreiðslunni. Hann sagði að hún þyrfti ekki að hafa neinar áhyggjur. Íslenskir flugmenn væru flestu vanir og væru sérstaklega þjálfarði til þess að fljúga í vondu veðri. Hún hafði því litlar áhyggjur og ætlað að vakna morguninn eftir við sólarupprás.

Daginn eftir áttar hún sig á því að það er ekki bara búið að fella allt flug niður, heldur er einnig ófært út á flugvöll.

Þegar hún skrifar greinina eru 18 klukkstundir þar til hún getur farið að huga að flugi frá Keflavík. Því situr hún inni á herbergi á Hótel Borg, og horfir á umfjöllun BBC um loftslagsbreytingar.

Ferðasöguna má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×