Erlent

Samkomulag á Balí

Sendifulltrúar Bandaríkjanna og Evrópu hafa náð samkomulagi um samdrátt í losun gróðurhúsaloftegunda á loftlagsráðstefnunni á Balí í Indónesíu.

Samkomulagið náðist í morgun en viðræður stóðu yfir í alla nótt. Upphaflega kröfðust Evrópumenn þess að í samninginum yrði kveðið skýrt um að iðnríkin myndu draga úr losun gróðurhúsaloftegunda um 25 til 40 prósent fyrir árið 2020. Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra lögðust hins vegar gegn öllum tölulegum skuldbindingum. Í samkomulaginu sem náðist í nótt eru engar tölulegar skuldbindingar en vísað til þeirra í neðanmálsgrein. Ná þær aðeins til ríkja sem hafa undirritað Kyoto bókunina en Bandaríkjamenn hafa enn ekki staðfest þá bókun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×