Erlent

Neyðarástandinu í Pakistan aflétt

Pervez Musharraf, forseti Pakistans, hefur aflétt lögum um neyðarástand í landinu og virkjað stjórnarskrá landsins að nýju.

Musharraf lýsti yfir neyðarástandi í síðasta mánuði eftir að Hæstiréttur landsins vildi ekki staðfesta að hann væri kjörgengur í forsetakosningunum sem haldnar voru í október þar sem hann gengdi enn embætti æðsta yfirmanns hersins. Musharref skipaði nýja hæstaréttardómara sem staðfestu kjörgengi hans. Musharraf lét af embætti sem hershöfðingi um síðustu mánaðamót.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×