Erlent

Miklir snjóstormar herja á Bandaríkin

Að minnsta kosti fjórtán manns hafa farist og yfir hálf milljón manna eru rafmagnslaus eftir mikla snjóstorma sem herjað hafa á sléttum Bandaríkjanna undanfarnar tvær vikur.

Það eru einkum fylkin Kansas, Missouri, Nebraska og Illinois sem orðið hafa hart úti í þessum snjóstormum. Af þeim fjórtán sem látnir eru fórust 12 um helgina í bílslysum í borginni Oklahoma en slysin mátti rekja beint til veðurofsans.

Flest allt flug hefur legið niðri frá stórum flugvöllum í Chicago, Kansas City og OKlahoma. Veðurfræðingar gera ráð fyrir framhaldi á þessu veðri næstu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×