Erlent

Sektuð um 15 milljarða

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Mjólk er góð. Það liggur alveg fyrir.
Mjólk er góð. Það liggur alveg fyrir.

Breska Samkeppniseftirlitið sektaði í dag stórverslanir þar í landi um 15 milljarða íslenskra króna vegna verðsamráðs sem náði til mjólkur, smjörs og osta.

Stjórnendur fyrirtækjanna Sainsbury, Asda, Safeway, Dairy Crest, Wiseman og The Cheese Company viðurkenndu öll brot á samkeppnislögum og máli gegn þeim er lokið.

Enn er verið að rannsaka þátt Tesco, Morrissons og ostaframleiðandans Lactalis McLelland, en stjórnendur þessa fyrirtækja neita aðild að verðsamráðinu.

Úrskurður Breska Samkeppniseftirlitsins var kveðinn upp eftir þriggja ára rannsókn. Talið er að verðsamráð fyrirtækjanna hafi kostað neytendur tæpa 34 milljarða íslenskra króna.

Þrátt fyrir að sektin nemi um einum og hálfum milljarði er ljóst að fyrirtækin munu greiða mun lægri upphæð en það vegna þess að þau sýndu samstarfsvilja við rannsókn málsins.

Snemma í nóvember hóf Samkeppniseftirlitið á Íslandi rannsókn á meintu verðsamráði helstu stórverslana hér heima, Bónuss og Krónunnar. Ekki er vitað hvernig þeirri rannsókn miðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×