Erlent

Lögregla hafði hendur í hári kleinuhringjaþjófs

Ætla mætti að bófar gætu gert fátt verra en að stela kleinuhringjum sem lögreglumenn í Bandaríkjunum ásælast svo mjög.

Það gerði glæpamaður í Madison í Wisconsin-ríki einmitt fyrir viku þegar hann stal sendibíl frá kleinuhringjaframleiðandanum Krispy Kream.

Lögregla lagði þegar af stað og elti bófann og góðgæti. Eftirförin varð hin æsilegasta en að lokum höfðu laganna verðir hendur í hári kauða og björguðu bakkelsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×