Erlent

Fundu aðra stóra risaeðlu á Svalbarða

Nokkrar risaeðlutegundir hafa fundist í heiminum á síðustu misserum, þar á meðal þessi sem teiknuð er hér og fannst í Kína.
Nokkrar risaeðlutegundir hafa fundist í heiminum á síðustu misserum, þar á meðal þessi sem teiknuð er hér og fannst í Kína. MYND/AP

Norskir vísindamenn hafa grafið upp steingerving stórrar risaeðlu á Svalbarða skammt frá þeim stað þar sem risastór eðlutegund fannst í fyrrasumar.

Eftir því sem segir á vef norska ríkisútvarpsins voru það vísindamenn á vegum Háskólans í Osló sem fundu eðluna nýlega en steingervingur hennar teygir sig yfir þrjá metra. Forsvarsmaður uppgraftarins á Svalbarða segir að bæði eðlan sem fannst nýlega og sú sem fannst í fyrrasumar séu af óþekktri risaeðlutegund en rannsókn á báðum fer fram við Náttúrugripasafnið í Osló.

Risaeðlan sem fannst í fyrra reyndist eitt af stærstu rándýrum jarðarinnar en samkvæmt mælingum vísindamanna var hún 12 metrar á lengd.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×