Erlent

Fimmtíu og sex fórust í flugslysi í Tyrklandi

Allir fimmtíu og sex, sem um borð voru, fórust þegar flugvél hrapaði í suðvestur hluta Tyrklands í nótt. Í vélinni voru fjörutíu og níu farþegar og sjö í áhöfn. Vélin var i innanlandsflugi á leið frá Istanbul til Isparta þegar hún hvarf af radarskjá rétt áður en hún átti að lenda. Flugumferðarstjórn segir að flugstjórinn hafi verið búinn að óska eftir leyfi fyrir lendingu þegar slysið varð. Flugvélin var rekin af Atlasjet, sem er lágfargjaldarflugfélag í eigu tyrkneskra ferðaskrifstofa.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×