Erlent

Tveir látast í sprengingu í Kosovo

Frá Pristina, höfuðstað Kosovohéraðs.
Frá Pristina, höfuðstað Kosovohéraðs. MYND/AFP

Tveir létust og ellefu særðust þegar sprengja sprakk í Pristina, höfuðstað Kosovohéraðs í Serbíu, í morgun. Sprengjan sprakk við fjölfarna verslunargötu í miðborginni.

Enn hefur enginn lýst yfir ábyrgð á sprengingunni. Kosovo er undir stjórn Sameinuðu þjóðanna og Atlantshafsbandalags þó héraðið sé formlega enn hluti af Serbíu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×