Erlent

Konur mótmæla Abbas

Abbas er sagður hjálpa Olmert með því að fangelsa sína menn.
Abbas er sagður hjálpa Olmert með því að fangelsa sína menn.
Tvö hundruð konur hafa marserað inn á Vesturbakkann til að krefjast lausnar Hamasliða sem eru haldi í palestínskum fangelsum. Að minnsta kosti ein kona var handtekin í Ramallah, þar sem höfuðstöðvar Mahmoud Abbas, leiðtoga Palestínumanna er.

Öryggissveitir Fatah hreyfingarinnar hafa handtekið fjölmarga Hamasliða frá því í júní þegar svæði Palestínumanna var skipt í tvennt. Mótmælendur segja að Abbas valdi klofningi meðal Palestínumanna og sé að hjálpa Ísraelum með því að fangelsa fólk af eigin þjóðerni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×