Erlent

Bjórsvelgir hittast í München

Það verður sjálfsagt tæmt úr nokkrum bjórkössum í München.
Það verður sjálfsagt tæmt úr nokkrum bjórkössum í München. MYND/365
Októberfest hófst í München í dag í hundrað sjötugasta og fjórða skipti. Talið er að sex milljónir manna muni taka þátt í hátíðinni sem stendur yfir í sextán daga. Hátíðin er haldin á Theresienwiese sem er 31 hektara garður með fjórtán stórum tjöldum þar sem bjórneytendur njóta guðaveiganna. Í fyrra voru sex milljónir lítra drukknir á hátíðinni. Talið er að þá hafi viðskipti í München numið nærri 90 milljörðum vegna hátíðarinnar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×